Fréttir & tilkynningar

Skólaheimsókn til Lycée Félix Le Dantec í Frakklandi

17.01.2025
Dagana 6.-11. nóvember tók Fjölbrautarskólanum við Ármúla tók þátt í Erasmus verkefninu Second life í Lannion Frakklandi. Verkefnið er samstarfsverkefni, fjögurra skóla, en auk kennara og nemenda frá FÁ tóku þátt nemendur og kennarar frá Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal. Þátttakendur frá FÁ voru kennararnir Þórhallur Halldórsson og Ásdís Þórðardóttir auk fimm úrvalsnemenda af Nýsköpunar- og Listabraut. Nemendur útbjuggu í sameiningu kynningu um sjálfbærni, skólann okkar og Reykjavík og útbjuggu hlut sem þau gáfu nýtt líf og kynntu. Gestgjafinn, franski skólinn Lycée Félix Le Dantec, er staðsettur í bænum Lannion er tilheyrir héraðinu Bretagne, skaga sem teygir sig út í Atlandshafið. Strandlengja Bretagne er 1200 kílómetralöng og um hana fara gríðarlega miklar siglingar og mikið náttúrulíf sem er mikilvægt fyrir vistkerfi heimsins og er viðkvæmt fyrir umhverfisslysum og loftslagsbreytingum. Farið var í vettvangsferðir um fallegar strandlengjur og skilningur nemenda dýpkaður á viðkvæmni hringrásar vistkerfisins. Auk vettvangsferða og margvíslegra vinnusmiðja þar sem unnið var þvert á þjóðerni heimsóttum við öfluga endurvinnslu sem sinnir rúmlega 200.0000 manna samfélagi. Dagskráin var almennt mjög þétt alla daga. Vinnusmiðjur, málstofur og kynningar og nemendur settu upp stutta leikþætti fyrir hvern annan. Auk alls þessa gistu nemendur á heimilum franskra nemenda og kynntust í leiðinni fjölbreyttri franskri heimilismenningu. Nemendur voru á allan hátt til sóma í framkomu og þátttöku í verkefninu.

FÁ áfram í Gettu betur

14.01.2025
Lið FÁ í Gettu betur keppti í fyrstu umferð keppninnar í síðustu viku en laut því miður í lægra haldi fyrir liði MR, 31-22. Í gær kom svo í ljós að við komumst áfram í aðra umferð keppninnar þar sem þrjú stigahæstu tapliðin halda áfram í aðra umferð. Við munum því keppa á þriðjudaginn næsta, 21. janúar á móti Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í Gettu betur liði FÁ þetta árið er þau Halldór Egill Arnarsson, Dagur Snær, Iðunn Úlfsdóttir og Ernir Ibsen Egilsson (varamaður).

Upphaf vorannar 2025

02.01.2025
Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn. Hér koma helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga: Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum 6. janúar. Töflubreytingar fara fram 2. - 5. janúar og fara þær fram á Innu. Leiðbeiningar verða sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 22. janúar. Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is. Bókalista hvers áfanga má svo sjá í Innu. Skráning í fjarnám við FÁ á vorönn er hafin og hefst önnin 22. janúar. Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er gott að gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið: https://www.fa.is/is/skolinn/skolastarfid/skoladagatal Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári

Útskrift frá FÁ

14.12.2024
Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 72 nemendur og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en útskriftin fór fram í hátíðarsal skólans. 59 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 4 nemendur. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 1 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 6 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25 og loks 15 með viðbótarnám til stúdentsprófs. Af heilbrigðissviði útskrifuðust 16 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 1 af lyfjatæknabraut, 5 af heilsunuddbraut og loks 9 af sjúkraliðabraut.