17.01.2025
Dagana 6.-11. nóvember tók Fjölbrautarskólanum við Ármúla tók þátt í Erasmus verkefninu Second life í Lannion Frakklandi. Verkefnið er samstarfsverkefni, fjögurra skóla, en auk kennara og nemenda frá FÁ tóku þátt nemendur og kennarar frá Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal. Þátttakendur frá FÁ voru kennararnir Þórhallur Halldórsson og Ásdís Þórðardóttir auk fimm úrvalsnemenda af Nýsköpunar- og Listabraut. Nemendur útbjuggu í sameiningu kynningu um sjálfbærni, skólann okkar og Reykjavík og útbjuggu hlut sem þau gáfu nýtt líf og kynntu.
Gestgjafinn, franski skólinn Lycée Félix Le Dantec, er staðsettur í bænum Lannion er tilheyrir héraðinu Bretagne, skaga sem teygir sig út í Atlandshafið. Strandlengja Bretagne er 1200 kílómetralöng og um hana fara gríðarlega miklar siglingar og mikið náttúrulíf sem er mikilvægt fyrir vistkerfi heimsins og er viðkvæmt fyrir umhverfisslysum og loftslagsbreytingum. Farið var í vettvangsferðir um fallegar strandlengjur og skilningur nemenda dýpkaður á viðkvæmni hringrásar vistkerfisins. Auk vettvangsferða og margvíslegra vinnusmiðja þar sem unnið var þvert á þjóðerni heimsóttum við öfluga endurvinnslu sem sinnir rúmlega 200.0000 manna samfélagi. Dagskráin var almennt mjög þétt alla daga. Vinnusmiðjur, málstofur og kynningar og nemendur settu upp stutta leikþætti fyrir hvern annan. Auk alls þessa gistu nemendur á heimilum franskra nemenda og kynntust í leiðinni fjölbreyttri franskri heimilismenningu. Nemendur voru á allan hátt til sóma í framkomu og þátttöku í verkefninu.