MYNL3ÞF05 - Þrívíð formfræði - leikmynd og líkön

Nemendur þróa skilning á sviðslistum og hæfni til að vinna með og tengja inntak og útlit leikmyndar. Þau þjálfast í að gera líkön og er áhersla lögð á hönnun og útfærslur á sviðsmyndum fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Nemendur munu gera sér grein fyrir að leikmyndahönnun er ekki bara sviðsetning tiltekins texta, tónlistar og lýsingar, heldur samspil hugmynda leikstjórans og allra sem koma að verkinu.