Samgöngustefna

Í umhverfisstefnu skólans er annars vegar lögð áhersla á vistvæna starfshætti og hins vegar þróun gildismats og viðhorfs nemenda og starfsmanna í átt að aukinni náttúruvernd. Til að stuðla að lífsstíl í samræmi við hið síðarnefnda hefur skólinn sett sér samgöngustefnu. Markmið skólans er að auka vitund nemenda og starfsmanna um þau áhrif sem samgöngumáti þeirra hefur á umhverfið og heilsuna í samræmi við markmið heilsueflandi framhaldsskóla. Skólinn mun standa að fræðslu og kynningum á ýmsum heppilegum valkostum sem lúta að umhverfisvænum samgöngumáta.

Í þeim tilgangi hefur skólinn gert samning við Strætó bs. sem býður starfsmönnum skólans sérstakt samgöngukort á vistvænum kjörum. Skólinn býður svo þeim starfsmönnum sem nota vistvænan samgöngumáta í að lágmarki í 60% tilfella á mánaðargrunni upp á styrk að upphæð kr. 30.000 á ári.

Til að fá styrkinn þarf viðkomandi starfsmaður að gera samning við skólann og afhenda fjármálastjóra.
Smelltu hér til að sækja samningseyðublaðið.

Síðast uppfært: 08. september 2024