Heilsunuddbraut

Námið

Markmið náms á heilsunuddbraut er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa þá verklegu færni sem er grunnur starfsins. Starfsvettvangur heilsunuddara er fjölbreyttur og tekur nám og kennsla mið af því. Mikil áhersla er lögð á heildræna yfirsýn og þá staðreynd að hver skjólstæðingur er einstakur og hefur þörf fyrir einstaklingsmiðaða meðferð. Nemendur tileinka sér margar nuddaðferðir og krafist er ákveðinnar líkamlegrar lágmarksfærni í verklegum áföngum. Áhersla er lögð á að þjálfa rétta líkamsbeitingu sem er mikilvæg í starfi heilsunuddara.

Starfið

Heilsunuddarar starfa flestir sjálfstætt, en einnig eru staðir s.s. Bláa Lónið og Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði, sem ræður heilsunuddara sem launþega. Starfsvettvangur heilsunuddara er á heilsunuddstofum, fyrirtækjum eða öðrum stöðum sem veita heilsutengda þjónustu. Hægt er að taka viðbótarnám til stúdentsprófs meðfram námi á brautinni eða að því loknu.

Inntökuskilyrði

Skilyrði til innritunar í nám á heilsunuddbraut er að nemandi hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Ljúka þarf bóklegum áföngum brautarinnar að mestu áður en verklegt nám getur hafist. Nemendur verða að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja verknám á þriðja hæfniþrepi.

Verkþjálfun

Markviss verkþjálfun hefst á lokaönn verknámsins og fer í upphafi fram í nuddaðstöðu skólans en færist síðan út á stofur og stofnanir þar sem heilsunuddarar starfa. Náminu lýkur með því að nemendur eru í handleiðslu í skóla eða hjá viðurkenndum meðferðaraðila í eina önn eftir að verknámi lýkur og starfsþjálfun er hafin. Þeir eru því að útskrifast að öllu jöfnu einni önn eftir að verknámi lýkur þar sem þeir eru að ljúka að safna nuddtímum sem telur sem starfsþjálfun.

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is. Smelltu á krækjurnar hér fyrir neðan til að opna lýsingu á heilsunuddbraut. 

Heilsunuddbraut (pdf)

Heilsunuddbraut (excel)

Síðast uppfært: 23. október 2024