Breyta lykilorði

Stofna eða breyta aðgangsorði/lykilorði í Menntaskýi og Moodle.

Nemendur geta stofnað eða breytt aðgangsorði/lykilorði í Menntaskýi og Moodle með því að nota rafræn skilríki. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar hvernig það er gert. Til að stofna eða breyta aðgangsorði/lykilorði er farið á þessa slóð: https://lykilord.menntasky.is Myndirnar hér fyrir neðan sýna hvernig breytingarferlið er:

Byrjaðu á því að velja hnappinn Breyta.

Opnaðu flipann í reitnum "Veldu stofnun" og veldu Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Sláðu inn lykilorð sem inniheldur að lágmarki 12 stafi. Lykilorð þarf að innihalda sambland af táknum og stöfum úr þremur af eftirtöldum flokkum:

  • Enskir hástafir (A til Z)
  • Enskir lágstafir (a til z)
  • Tölustaf/tölustafir (0 til 9)
  • Tákn (til dæmis !, $, #, &, % )

 

 

Athugið:

  • Lykilorð getur ekki verið það sama og síðasta lykilorð
  • Lykilorð má ekki innihalda notendanafn viðkomandi (user name)
  • Lykilorð má ekki innihalda nafn viðkomandi (fornafn, eftirnafn)

 

Ath. Það getur tekið 1-3 mínútur fyrir lykilorðið að verða virkt í öllum kerfum.

Síðast uppfært: 28. nóvember 2024