- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er áfangakerfi. Áfangakerfið gerir nemendum kleift að skipuleggja nám sitt í skólanum og kemur til móts við nemendur, óskir þeirra, áhuga og hæfni. Nemendur geta að nokkru leyti ráðið námshraða sínum. Nemendum er skipt í hópa eftir áföngum og eru því með mismunandi stundatöflur.
Í FÁ skiptist skólaárið í haustönn og vorönn. Alls er skólaárið 180 dagar.
Námslok miðast við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda samkvæmt námskrá brautar. Brautskráningar fara fram í desember og maí ár hvert.
Námsframboð skólans miðast við námsbrautir en einnig er reynt að tryggja nemendum fjölbreytt úrval valáfanga svo þeir geti lagað námið að sínum þörfum og áhugasviðum. Boðið er upp á fjarnám í flestum áföngum sem kenndir eru í dagskóla.
Kennsla í FÁ er skipulögð í stokkum samkvæmt þar til gerðri stokkatöflu. Stokkataflan er jafnan endurskoðuð á 2-3 ára fresti með tilliti til þróunar og breytinga á námi og kennsluháttum.
Nemendur sem eru í 5 eininga áfanga sækja 4 tíma í viku (þrjú skipti, þ.e. einn tvöfaldur tími og tveir stakir tímar) samkvæmt stokkatöflu, nemendur í þriggja eininga áfanga sækja þrjá tíma í viku og nemendur í einnar einingar áfanga sækja einn til tvo tíma í viku.
Kennarar í FÁ nota kennslukerfi Innu. Þar finna nemendur efni og upplýsingar sem tengjast hverju námskeiði, m.a. bókalista, kennsluáætlun, kennsluefni frá kennara, verkefni, umræðuþræði, ítarefni (ef það á við) o.m.fl. Ennfremur geta nemendur skoðað einkunnir fyrir mismunandi námsþætti og átt samskipti við aðra nemendur og kennara.
Starfsmannafundir fara fram á mánudögum kl. 8:15 og gefst þá starfsfólki tækifæri til að funda um fagleg mál sem þarfnast umræðu.
Meðalnám á hverri önn samsvarar 30-35 framhaldsskólaeiningum. Ein eining samsvarar 18-24 klukkustunda vinnu meðal nemanda eða þriggja daga vinnu miðað við 6-8 klukkustundir á meðaltali á dag.
Heiti áfanga í námskrá
Allir áfangar í námskrá gefa til kynna heiti námsgreinar, hæfniþrep og einingafjölda samkvæmt nýju einingakerfi.
Dæmi:
ÍSLE2MR05: ÍSLE(íslenska) 2 (á öðru hæfniþrepi) MB (málnotkun og ritun) 05 (fjöldi eininga ).
ÍSLE3BÓ05: ÍSLE(íslenska) 3 (á þriðja hæfniþrepi- undanfari eru tveir áfangar á öðru þrepi) BF (bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta) 05 (fjöldi eininga).
Kröfur um hæfniþrep.
Öllu námi í skólanum er skipt upp í þrjú hæfniþrep þar sem hærri þrepin byggja á þeim lægri. Þrepin þrjú teljast til framhaldsskólastigs. Til þess að ljúka stúdentsprófi má nám á fyrsta þrepi ekki vera meira en 1/3 af heildareiningum og nám á þriðja þrepi þarf að vera að lágmarki 1/6 af heildareiningum.