- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Sjúkraliðanám er 206 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.
Til að hefja nám á sjúkraliðabraut er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í samræmi við samræmt námsmat sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta Aðalnámsskrár grunnskóla. Gert er ráð fyrir því að nemendur hefji nám á sjúkraliðabraut á 2. þrepi í kjarnagreinum (stærðfræði, ensku og íslensku). Hver framhaldsskóli birtir inntökuskilyrði sjúkraliðabrautar í skólanámskrá sinni.
Skipulag námsins tekur mið af hæfnikröfum sjúkraliða og þeim kröfum sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið (mrn) setur um hæfniþrep áfanga og brauta. Nám í kjarnagreinum íslensku, ensku og stærðfræði ásamt námi í öðrum almennum greinum hefst á 1. önn. Gert er ráð fyrir í námskránni að nám í kjarnagreinum hefjist á 2. þrepi. Á annarri og þriðju önn bætast við framhaldsáfangar kjarnagreina og nám í heilbrigðisgreinum sem eru nauðsynlegir undanfarar náms í sérgreinum brautar og starfsnáms. Á 4.-6. önn eykst sérhæfing námsins ennþá frekar með námi í sérgreinum brautar og starfsnámi. Skólum er frjálst að flétta saman bóknámi og vinnustaðanámi að loknum fyrsta áfanga í bóklegri og verklegri hjúkrun samkvæmt skólanámskrá. Þannig getur vinnustaðanám farið fram á stofnunum samhliða bóknámi eða sem sérstök verkleg önn á námstíma.
Starfsnám skiptist í vinnustaðanám og starfsþjálfun, hvort tveggja á heilbrigðisstofnun. Skólar gera samkomulag við heilbrigðisstofnanir um vinnustaðanám og starfsþjálfun með hæfniviðmið brautar að leiðarljósi.
Hér má finna algengar spurningar og svör:
Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is.
Kjarni | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Einingar |
Danska | DANS2RM05 | 5 | ||
Enska | ENSK2EH05 ENSK2LO05 |
ENSK3SA05 | 15 | |
Félagsvísindi | FÉLV1IF05 | 5 | ||
Heilbrigðisfræði | HBFR1HH05 | 5 | ||
Hjúkrun | HJÚK1AG05 | HJÚK2HM05 HJÚK2TV05 |
HJÚK3FG05 HJÚK3ÖH05 HJÚK3LO03 |
28 |
Hjúkrun verkleg | HJVG1VG05 | 5 | ||
Íslenska | ÍSLE2HM05 ÍSLE2MR05 |
10 | ||
Íþróttir | ÍÞRÓ1AA01 ÍÞRÓ1AB01 ÍÞRÓ1AC01 ÍÞRÓ1AD01 ÍÞRÓ1AE01 |
5 | ||
Líffæra- og lífeðlisfræði | LÍOL2SS05 LÍOL2IL05 |
10 | ||
Lífsleikni | LÍFS1ÉG03 LÍFS1BS02 |
5 | ||
Líkamsbeiting | LÍBE1HB01 | 1 | ||
Lyfjafræði | LYFJ2LS05 | |||
Næringafræði | NÆRI2NN05 | 5 | ||
Raunvísindi | RAUN1LE05 | 5 | ||
Samskipti | SASK2SS05 | 5 | ||
Sálfræði | SÁLF2AA05 | SÁLF3ÞS05 | 10 | |
Siðfræði | SIÐF2SF05 | 5 | ||
Sjúkdómafræði | SJÚK2MS05 SJÚK2GH05 |
10 | ||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | 1 | ||
Starfsþjálfun sjúkraliða | STAF3ÞJ27 | 27 | ||
Stærðfræði | STÆR2HS05 | 5 | ||
Sýklafræði | SÝKL2SS05 | 5 | ||
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár | UPPÆ1SR05 | 5 | ||
Verknám sjúkraliða | VINN2LS08 | VINN3GH08 VINN3ÖH08 |
24 | |
Samtals | 206 einingar |