Fréttir & tilkynningar

Apríl fréttabréf

11.04.2025
Hér er nýjasta fréttabréf FÁ fyrir mars og apríl.

Umhverfiskönnun

11.04.2025
Á umhverfisdegi í mars var send út umhverfiskönnun á nemendur. Rúmlega 100 nemendur svöruðu umhverfiskönnuni. Þó við hefðum viljað hafa hærra svarhlutfall þá er ýmislegt áhugavert sem fram kemur í niðurstöðunum.

Heimsókn í Hæstarétt Íslands

04.04.2025
Nemendur í viðskiptalögfræði í FÁ fóru í heimsókn í vikunni, í Hæstarétt Íslands og kynntu sér sögu og starfsemi réttarins. Benedikt Bogason, forseti hæstaréttar, tók á móti hópnum og fór yfir dómskerfið og meðferð dómsmála með nemendum. Nemendur höfðu bæði gagn og gaman að því að kynna sér starfsemi réttarins og gátu nýtt sér þekkingu sína úr áfanganum til þess að spyrja gagnlegra spurninga og afla sér betri þekkingar á hvernig dómurinn starfar. Þá gafst nemendum færi á að skoða þessa tignarlegu byggingu réttarins og aldrei að vita nema einhver þeirra eigi eftir að setjast í dómarasæti þegar fram líða stundir?

Tíunda grænfánanum flaggað

04.04.2025
Fjölbrautaskólinn við Ármúla fékk sinn tíunda Grænfána í gær, fimmtudaginn 3. apríl. FÁ var fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann árið 2006 og hefur verið öflugt umhverfisstarf í skólanum síðan. Í umhverfisráði nemenda sitja níu nemendur skólans og í sjálfbærninefnd sitja 8 starfsmenn, tveir stjórnendur og tveir nemendur.