Um tanntæknabraut

Námsbraut aðstoðarfólks tannlækna tók til starfa á haustdögum árið 1991. Kennsla við námsbrautina hófst á vorönn 1992. Fyrstu nemendurnir voru útskrifaði á haustönn 1992.

Aðstoðarfólk tannlækna fékk starfsheiti sínu breytt í Tanntæknar á tuttugasta afmælisári félags aðstoðarfólks tannlækna.

Markmið náms á tanntæknabraut er að þjálfa nemendur í að vinna ýmis aðstoðarstörf tannlæknaþjónustu, að efla yfirsýn nemenda og auka samskiptahæfileika þeirra einnig að efla færni nemenda í höndum.

Inntökuskilyrði. Til að komast að í tanntæknanámið þarf grunnskólapróf. Þeir nemendur sem lokið hafa meira námi en grunnskólaprófi eru sérstaklega metnir inn. Fjöldi nemenda í verklegum hluta námsins hverju sinni er 12 einstaklingar. Í verklega námið eru nemendur aðeins teknir inn einu sinni á ári. Til þess að hefja verklegan hluta námsins þarf nemandi að hafa lokið öllum bóklegum greinum sem krafist er og að hafa auk þess náð 18 ára aldri.

Tanntæknanám er viðurkennd starfsmenntun og hljóta nemendur löggildingu að henni lokinni skv. Reglugerð Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.

Síðast uppfært: 03. september 2024