Prentun - Skönnun

Prentun

Nemendur geta prentað verk sín á prentara sem er staðsettur í norðurálmu skólans. Þessi prentari sameinar prentun, ljósritun og skönnun í svart/hvítu og lit.

Kostnaður við ljósritun, prentun og skönnun er kr. 10 fyrir hvert blað (A4, svart/hvítt) og kr. 50 fyrir litprentun og litljósritun (A4).

Hver nemandi er með reikning í staðarneti skólans. Prentverk safnast í prentbiðröð og prentast einungis þegar kennitala er slegin inn á skjáborð prentarans. Um leið dregst prentun/ljósritun/skönnun frá reikningi viðkomandi nemanda.

  • Með stundatöflu fá allir nýnemar notendareikning með 400 kr. innistæðu.
  • Notendareikningurinn gildir út skólaárið.
  • Hægt er að greiða inn á prentkortið á skrifstofu og bókasafni skólans.


Öll þjónusta vegna prentunar er í Þjónustuveri, sem er staðsett 1. hæð við hliðina á nemendaráðinu.

Leiðbeiningar:

Kveikið á Power hnapp ef slökkt er á vélinni.

Prentun - litprentun - ljósritun - skönnun

  1. Sláið inn kennitölu á skjáborð prentarans.
  2. Til að prenta veljið Prenta allt sem bíður á skjáborðinu.
  3. Til að ljósrita veljið Ljósrita á skjáborðinu.
  4. Til að skanna veljið Skanna PDF á mitt netfang.

Litprentun

Ef prenta á í lit nægir að senda skjalið í prentun á FA-Litur.
Prentarinn skynjar hvaða síður eru í lit og hverjar eru í svart/hvítu og reiknar samkvæmt taxta.
Að ljósritun lokinni er nauðsynlegt að velja LOGOUT hnapp á hnappaborðinu.

Skönnun

  1. Sláið inn kennitölu á skjáborðið.
  2. Setjið það sem á að skanna annað hvort í blaðamatarann ofan á prentaranum eða á ljósaborðið í prentaranum.
  3. Veldu eina af þeim þremur leiðum sem boðið er upp á við skönnun: Skanna PDF á mitt netfang, Skanna PDF á mitt netfang báðu megin eða Skanna JPG á mitt netfang.
  4. Að skönnun lokinni er skjalið sent í tölvupósti á skráð netfang notanda í Innu.

Að skönnun lokinn er nauðsynlegt að velja LOGOUT hnapp á hnappaborðinu.

Síðast uppfært: 16. maí 2024