Skráning í fjarnám

Skráning á vorönn 2025 hefst 2. janúar.

Vorönnin hefst 22.janúar. Þann dag fá nemendur send aðgangsorð að kennslukerfi Moodle og kennsla hefst. Fram að þeim tíma er ekki hægt að skrá sig inn í Moodle eða INNU. Hér má nálgast dagatal fjarnámsins.

Vinsamlegast athugið:

  • Mikilvægt er að upplýsingar um umsækjanda séu rétt skráðar í skráningarferlinu, sérstaklega gsm-símanúmer viðkomandi.
  • Við skráningu þarftu að vera með greiðslukort og þann farsíma sem er tengdur kortinu til að auðkenna/staðfesta greiðslu. Þegar þú hefur auðkennt greiðsluna þarftu að klára skráninguna með því að velja græna hnappinn "senda umsókn".
  • Ekki er hægt að sækja um nám á braut í fjarnáminu. Þegar þú skráir þig getur þú valið braut til að sjá alla áfanga sem eru í boði á brautinni. Ef þú velur "sjá alla áfanga óháð braut" færðu aðgang að öllum áföngum sem eru í boði á önninni
  • Þú þarft ekki að skila inn gögnum (fylgiskjöl) í skráningarferlinu þó boðið sé upp á það.

Hér getur þú skoðað hvaða áfangar eru í boði í fjarnáminu 

Hér getur þú skoðað verðskrá fjarnámsins. 

Að gefnu tilefni: Lokapróf í fjarnámi FÁ eru ekki rafræn í Moodle eða INNU. Þau eru tekin í húsnæði skólans í Ármúla 8. Nemendur í fjarnámi FÁ geta tekið lokapróf utan FÁ en athugið að nemendur sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu taka lokapróf í húsnæði FÁ. Sjá upplýsingar hér.

>> SKRÁNING HÉR <<

Síðast uppfært: 28. desember 2024