Vinnustaðanám - heilbrigðisritarabraut

Vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu tekur við að loknu bóknámi í skóla. Það skiptist í 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á heilsugæslu undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara og 6 vikna vinnustaðanám á sjúkrahúsi undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara.

Vinnustaðanámið fer fram á vinnustað sem viðkomandi skóli viðurkennir. Kennslustjóri brautar sækir um nemapláss í samráði við nemanda og skólinn gerir námssamning við vinnustaðinn fyrir hönd nemandans. Í samningnum er tilgreind lengd vinnutíma, gildistími samnings og skyldur nemanda, skóla og stofnunar. Í samningi skal einnig koma fram hvernig fara skuli með ágreining sem upp kann að koma. Hverjum nemanda skal fenginn leiðbeinandi sem skal vera reyndur heilbrigðisritari á viðkomandi vinnustað.

Ferilbók sem fylgir hverjum nemanda í vinnustaðanámi er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda og er hún hluti af námsmati.

Síðast uppfært: 03. september 2024