Sjúkraliðabrú

Tilgangur náms á sjúkraliðabrú er að gefa ófaglærðu fólki með langa starfsreynslu í umönnunarstörfum tækifæri til þess að öðlast starfsréttindi sjúkraliða. Námið var sett á stofn í samvinnu Menntamálaráðuneytis, fjölbrautaskóla sem mennta sjúkraliða og Sjúkraliðafélags Íslands.

Inntökuskilyrði

  • Að umsækjandi hafi náð 23 ára aldri og hafi að lágmarki 3 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra, þegar nám hefst og sé starfandi við slíka umönnun og hafi meðmæli frá vinnuveitenda sínum.
  • Það styrkir umsókn ef umsækjandi hefur lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila, og/eða lokið einingum á framhaldsskólastigi.
  • Fyrra nám er metið ef áfangar eru sambærilegir þeim áföngum sem eru kenndir á brautinni.
  • Þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði skulu að lágmarki ljúka 146 feininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar.

Athugið að sækja skal um sjúkraliðabrú beint til kennslustjóra brautar sem bókar viðtal við umsækjanda.

Sjúkraliðabrú

Spurt og svarað

Síðast uppfært: 07. febrúar 2025