Heilbrigðisritarabraut

Námið

Nám heilbrigðisritara er 120 einingar með námslok á 2. hæfniþrepi. Brautin samanstendur af almennum greinum, heilbrigðisgreinum, sérgreinum brautar og vinnustaðanámi. Til að geta stundað nám á brautinni þarf að hafa lokið grunnskóla með tilskildum lágmarksárangri. Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám heilbrigðisritara.

Að loknu námi skal nemandi:

  • búa yfir alhliða þekkingu og færni til að gegna þeim störfum sem tilheyra starfssviði heilbrigðisritara samkvæmt starfslýsingu, þekkja réttindi og skyldur heilbrigðisritara
  • hafa öðlast færni til að sinna skjólstæðingum í samræmi við hugmyndafræði og stefnu vinnustaðar og unnið í samstarfi við aðra af fagmennsku
  • vera meðvitaður um vinnuvernd og öryggi á vinnustað og mikilvægi hreinlætis, smitvarna, trúnaðar, þagmælsku og góðra samskipta
  • kunna að skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og markmið stofnunar og fyrirtækis, geta raðað verkefnum í forgangsröð
  • geta aflað fræðilegra upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum og búa yfir nægilegri þekkingu til að meta upplýsingagildi og áreiðanleika þeirra
  • hafa þekkingu á skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins og hlutverki helstu þjónustuþátta þess og geta nýtt sér þá þekkingu í starfi
  • búa yfir áhuga og frumkvæði til að viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða starfið.

Endurskoðuð námsbraut heilbrigðisritara tók gildi í janúar 2023, nemendur sem langt eru komnir í námi samkvæmt fyrri útgáfu er heimilt að ljúka samkvæmt henni. Allir nýir nemendur hefja nám samkvæmt endurskoðaðri námsbraut. Nánari upplýsingar hjá kennslustjóra brautar.

Heilbrigðisritarabraut (pdf)

Heilbrigðisritarabraut (excel)

Síðast uppfært: 28. október 2024