- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nám heilbrigðisritara er 120 einingar með námslok á 2. hæfniþrepi. Brautin samanstendur af almennum greinum, heilbrigðisgreinum, sérgreinum brautar og vinnustaðanámi. Til að geta stundað nám á brautinni þarf að hafa lokið grunnskóla með tilskildum lágmarksárangri. Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám heilbrigðisritara.
Skilyrði til innritunar í nám á heilbrigðisritarabraut er grunnskólapróf. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku), þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Til þess að ná góðum árangri í starfi þarf viðkomandi að hafa gott vald á íslensku og eiga auðvelt með mannleg samskipti, búa yfir umtalsverðri tölvukunnáttu, sérstaklega í ritvinnslu og sérhæfðum forritum um sjúklinga- og starfsmannabókhald hvers konar, auk þekkingar á hagnýtri notkun upplýsingatækninnar. Jafnframt er nauðsynlegt að þekkja til algengustu hugtaka sem lækningar og hjúkrun byggjast á og hafa innsýn í hugmyndafræði og skipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þá þarf að hafa innsýn í siðfræðileg málefni er varða gagnaöflun, meðferð persónuupplýsinga og faglegan metnað.
Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám.
Vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu tekur við að loknu bóknámi í skóla. Það skiptist í 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á heilsugæslu undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara og 6 vikna vinnustaðanám á sjúkrahúsi undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara.
Vinnustaðanámið fer fram á vinnustað sem viðkomandi skóli viðurkennir. Kennslustjóri brautar sækir um nemapláss í samráði við nemanda og skólinn gerir námssamning við vinnustaðinn fyrir hönd nemandans. Í samningnum er tilgreind lengd vinnutíma, gildistími samnings og skyldur nemanda, skóla og stofnunar. Í samningi skal einnig koma fram hvernig fara skuli með ágreining sem upp kann að koma. Hverjum nemanda skal fenginn leiðbeinandi sem skal vera reyndur heilbrigðisritari á viðkomandi vinnustað.
Ferilbók sem fylgir hverjum nemanda í vinnustaðanámi er á ábyrgð nemanda og leiðbeinanda og er hún hluti af námsmati.
Hér má finna algengar spurningar og svör um heilbrigðisritaranám:
Endurskoðuð námsbraut heilbrigðisritara tók gildi í janúar 2023, nemendur sem langt eru komnir í námi samkvæmt fyrri útgáfu er heimilt að ljúka samkvæmt henni. Allir nýir nemendur hefja nám samkvæmt endurskoðaðri námsbraut. Nánari upplýsingar hjá kennslustjóra brautar.
Kjarni | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Einingar |
Bókfærsla | BÓKF1IB05 | 5 | ||
Enska |
ENSK2EH05 ENSK2LO05 ENSK2BO05 |
ENSK3SA05 | 20 |
|
Gæðastjórnun | GÆST2VE04 | 4 | ||
Gæði, öryggi og rekjanleiki | GÆÖR2RE05 | 5 | ||
Heilbrigðisfræði | HBFR1HH05 | 5 | ||
Íslenska | ÍSLE2HM05 ÍSLE2MR05 |
10 | ||
Íþróttir | ÍÞRÓ1AA01 ÍÞRÓAB01 |
2 | ||
Líkamsbeiting | LÍBE1HB01 | 1 | ||
Lyfjafræði fyrir ritara | LYFR2SF04 | 4 | ||
Samskipti | SASK2SS05 | 5 | ||
Sálfræði | SÁLF1SD05 | SÁLF2FÖ05 | 10 | |
Siðfræði | SIÐF2SF05 | 5 | ||
Skjalavarsla | SKJA1SV02 | 2 | ||
Skráning | SKRÁ3HL05 | 5 | ||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | 1 | ||
Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana | STHE1HÞ05 | 5 | ||
Stærðfræði | STÆR2HS05 | 5 | ||
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár | UPPÆ1SR05 | 5 | ||
Vinnan og vinnumarkaðurinn | VIMA1RS01 | 1 | ||
Vinnustaðanám | VIHB2HG10 VIHB2SJ10 |
20 | ||
Samtals | 120 einingar |