Nemendur með annað móðurmál (AM)

Allir nemendur FÁ eiga að fá sömu tækifæri til menntunar, óháð uppruna og þjóðerni. Hvers kyns fordómar og mismunun er aldrei liðin.

Í FÁ er mjög fjölbreyttur nemendahópur og þ.á.m. margir nemendur af erlendum uppruna. Stefna skólans er að móta jákvæð viðhorf til fjölmenningar, jafnt meðal kennara sem nemenda, svo hver og einn nemandi fá notið sín á sínum forsendum. Nemendur skólans eiga að fá að njóta þeirrar fjölbreytni og tækifæra til menntunar sem felast í samveru og samskiptum við fólk af ólíkum uppruna og þjóðerni.

Ráðgjöf og aðstoð við heimanám er í boði. Sérstakir íslenskuáfangar (ÍSAN og ÍSTA) og grunnáfangar í ensku (ENSK1BY05 og ENSK1BF05). Til viðbótar má nefna nýja áfanga sem eru hannaðir fyrir nemendur með litla íslenskunnáttu, t.d. í lífsleikni, raungreinum, sögu, umhverfisfræði, félagsfræði og upplýsingatækni.

Áfangar í boði:

ÍSAN áfangar - íslenska

ÍSAN1UN05 - Undirbúningsáfangi

ÍSAN1GR05 - Grunnáfangi

ÍSAN2GM05 - 1. áfangi

ÍSAN2BS05 - 2. áfangi

ÍSAN3BÓ05 - 3. áfangi

ÍSAN3NB05 - 4. áfangi

ÍSAN3LG05 - Lestraráfangi

ÍSAN1FL05 (Framburður og lestur - vantar áfangalýsingu)

ÍSTA áfangar - taláfangar

ÍSTA1AG05 - Talað mál 1 (ÍSTA1AA05)

ÍSTA1AF05 - Talað mál 2 (ÍSTA1AB05)

ÍSTA1AC05 - Talað mál 3

Aðrir áfangar á brautinni:

ENSK1BY05 - Enska grunnáfangi fyrir AM nemendur (kennt á haustin)

ENSK1BF05  - Enska - undirbúningsáfangi fyrir AM nemendur (kennt á vorin)

LÍFS1AM03 HAUST (Vantar að bæta við áfangalýsingu- Ásdís)

LÍFS1AM02 VOR (Vantar að bæta við áfangalýsingu - Ásdís)

SAGA1AM05 - Saga AM nemendur

UPPL1AM05 - Upplýsingatækni AM nemendur

FÉLA1AM05 - Félagsfræði AM nemendur

LAND1AM05 - Landafræði AM nemendur

MYNL1AM05 - Menning í og með myndlist AM nemendur

UMHV1AM05 – Umhverfisfræði AM nemendur 

 

Hér eru íslenskuáfangar sem eru í boði fyrir AM nemendur:

Síðast uppfært: 24. október 2024