- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nám tanntækna er 208 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Starfsheiti tanntækna er lögverndað. Brautin samanstendur af almennum greinum, heilbrigðisgreinum, sérgreinum brautar og verknámi.
Til að geta stundað nám á brautinni þarf að hafa lokið grunnskóla með tilskildum lágmarksárangri. Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja verknám tanntækna. Tólf nemendur eru teknir inn á hverju hausti og ljúka þeir námi með útskrift á vorönn.
Verklegt nám er unnið í samstarfi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og tekur tvær annir, ætlast er til að nemendur hafi lokið bóklegum greinum áður en verknám hefst. Verknám stendur yfir virka daga frá 8:00 - 16:10.
Sér um smitvarnir á tannlæknastofum
Sér um sótthreinsun/dauðhreinsun á áhöldum og búnaði á tannlæknastofum
Býr yfir góðri samskiptafærni, sýnir siðferðisvitund og gætir þagmælsku í störfum sínum
Undirbýr tannlæknastofur, aðstoðar tannlækna m.a. með „fjögurra handa tannlækningum“ og gengur frá að loknum vinnudegi
Sér um að taka til áhöld og efni sem nota þarf
Undirbýr, tekur röntgenmyndir og skannar
Pússar og lakkar tennur með flúor og tekur þátt í að veita fræðslu/leiðbeiningar um rétta tannhirðu
Sér um móttöku, símsvörun og tímapantanir
Heldur utan um sjúkrasögu skjólstæðinga og býr þá undir meðhöndlun
Hefur góða almenna tölvukunnáttu sem nýtist í starfi ásamt því að þekkja greiðslureglur SÍ
Er fær um að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og geta forgangsraðað verkefnum eftir því sem við á
Þekkir lög og reglugerðir sem starf hans heyrir undir og fylgir þeim í daglegu starfi
Vinnur eftir gæðaviðmiðum/gæðahandbók, þekkir vinnuvernd og öryggisferla á vinnustað og er fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum
Er fær um að tileinka sér nýjungar í starfi og er meðvitaður um mikilvægi þess
Almennur kjarni og bóklegar sérgreinar tanntækna | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Einingar |
Bókfærsla | BÓKF1IB05 | 5 | ||
Danska | DANS2RM05 | 5 | ||
Enska | ENSK2LO05 ENSK2EH05 |
ENSK3SA05 | 15 | |
Félagsfræði | FÉLV1IF05 | 5 | ||
Heilbrigðisfræði | HBFR1HH05 | 5 | ||
Íslenska | ÍSLE2HM05 ÍSLE2MR05 |
10 | ||
Íþróttir | ÍÞRÓ1AA01 ÍÞRÓ1AB01 ÍÞRÓ1AC01 ÍÞRÓ1AD01 |
4 | ||
Lyfjafræði | LYFJ2TL02 | 2 | ||
Líkamsbeiting | LÍBE1HB01 | 1 | ||
Lífsleikni | LÍFS1ÉG03 LÍFS1BS02 |
5 | ||
Líffæra- og lífeðlisfræði | LÍOL2SS05 LÍOL2IL05 |
LÍOL3TT04 | 14 | |
Næringarfræði | NÆRI2NN05 | 5 | ||
Raungreinar | RAUN1LE05 | 5 | ||
Samskipti | SASK2SS05 | 5 | ||
Sálfræði | SÁLF1SD05 | 5 | ||
Siðfræði | SIÐF2SF05 | 5 | ||
Sjúkdómafræði | SJÚK2MS05 SJÚK2GH05 |
10 | ||
Skráning/spjaldskrárgerð | SKRÁ2TT05 | 5 | ||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | 1 | ||
Stærðfræði | STÆR2HS05 | 5 | ||
Sýklafræði | SÝKL2SS05 | 5 | ||
Tann- og munnsjókdómafræði | TAMS3SA05 TAMS3TT05 |
10 | ||
Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrá | UPPÆ1SR05 | 5 | ||
Samtals | 137 einingar |
Verklegur hluti | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Einingar |
Aðstoð við tannlækningar | AVAT2AS10 | AVAT3SÞ10 | 20 | |
Áhalda- og efnisfræði | ÁEFR2TF03 | ÁEFR3BA03 | 6 | |
Fjögurra handa tannlækningar | FHTA2GÞ04 | FHTA3FR05 | 9 | |
Forvarnir og samskipti | FOSA2FO04 | FOSA3SA04 | 8 | |
Röngtenfræði | RTGF2GR03 | RTGFÞJ03 | 6 | |
Skerping handverkfæra | SKER3HA01 | 1 | ||
Starfskynningar | STKY3AS04 | 4 | ||
Sótthreinsun og dauðhreinsun | SÓTT2SÓ04 | SÓTT2DA04 | 8 | |
Ýmislegt um tannlækningar | TANL3TU02 | 2 | ||
Tannréttingar | TARE3TT02 | 2 | ||
Samtals | 66 einingar | |||
Samtals á braut | 40 | 106 | 57 | 203 einingar |