Umsókn um skólavist í dagskóla

Hér skráir þú umsókn þína á Menntagátt.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla leggur áherslu á öflugt bóknám og fjölbreytt nám í heilbrigðisgreinum. Hér eru að jafnaði um 800-1000 nemendur í dagskóla, 1100-1300 nemendur í fjarnámi og 80 kennarar. Innritað er á eftirtaldar brautir:

Bóknámsbrautir (þriggja ára) til stúdentsprófs:

Félagsfræðibraut

Íþrótta- og heilbrigðisbraut

Náttúrufræðibraut

Opin stúdentsbraut

Viðskipta- og hagfræðibraut

Heilbrigðisvísindabraut

 

Aðfaranám:

Almenn námsbraut

Nýsköpunar- og listabraut (tveggja ára nám)

 

Námsbrautir í Heilbrigðisskólanum (tveggja til fjögurra ára)

Grunnnám heilbrigðisgreina

Heilbrigðisvísindabraut

Heilbrigðisritarabraut

Lyfjatæknibraut

Námsbraut fyrir heilsunuddara

Tanntæknabraut

Sjúkraliðabrú

Sjúkraliðabraut

Námsbraut fyrir sótthreinsitækna

Þjónustutæknabraut

Hægt er að bæta við áföngum og ljúka stúdentsprófi af öllum brautum Heilbrigðisskólans með viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Skólanámskrá er á heimasíðu skólans.

Síðast uppfært: 25. september 2024