Forvarnarfulltrúi skólans er Guðlaug Ragnarsdóttir.
Guðlaug Ragnarsdóttir
Netfang: gudlaug@fa.is
Hlutverk forvarnarfulltrúa er að:
- Vera í forsvari fyrir forvarnarmál og heilbrigðs lífsstíls innan skólans, halda uppi umræðu og fræðslu um heilbrigðan lífsstíl og forvarnir og koma á framfæri hugmyndum til að efla þann þátt skólastarfsins.
- Stuðla að því að forvarnir í víðum skilningi séu hluti af daglegu starfi skólans í samvinnu við starfsmenn skólans, nemendur og forráðamenn þeirra.
- Vinna að stefnumörkum skólans í forvarnar- og heilsumálum.
- Gæta trúnaðar gagnvart skjólstæðingum sínum.
- Taka á málum sem tengjast brotum á tóbaks- og vímuefnareglum skólans.
- Aðstoðar við samþættingu forvarna heilsueflandi lífsstíls við annað skólastarf þar á meðal kennslu, sérstaklega lífsleikni.
- Er tengiliður við Landlæknisembættið í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og Heilsueflandi vinnustaður.
- Forvarnarfulltrúi skal stuðla að góðri ímynd FÁ og koma fram með hagsmuni nemenda, skólans og vinnustaðar að leiðarljósi.
Hér má nálgast lýðheilsu- og forvarnarstefnu skólans.