Um þig

Sjálfsþekking er nauðsynleg þegar taka á ákvörðun um nám og störf. Því fyrr sem þú kannar neðangreind atriði því betra.

Kannski finnst þér þú þekkja þig nógu vel? Þá ertu í góðum málum og verður fljót/fljótur að safna saman þessum upplýsingum. Flestir hafa þó gott af að staldra við reglulega og hugleiða þessi atriði. Við erum jú alltaf að læra eitthvað nýtt, þroskast og sjá nýjar hliðar á tilverunni. Þær upplýsingar sem þú þarft um þig og tengjast náms- og starfsvali eru t.d.:

  • hvað finnst þér mikilvægt í lífinu
  • hverjir eru styrkleikar þínir
  • hver eru áhugamál þín
  • hver er námsleg geta þín núna
  • hvaða hæfileikum og leikni býrðu yfir
  • hvaða reynslu hefurðu
  • hvaða starfsgildi eru þér mikilvæg
  • hvaða ábyrgð ertu tilbúin/n að taka í starfi
Síðast uppfært: 16. maí 2024