- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Náms- og starfsráðgjar eru trúnaðar- og talsmenn nemenda. Þeir veita ráðgjöf og upplýsingar varðandi nám, námsval og það sem nemendur vilja ræða sem getur haft áhrif á nám þeirra og árangur.
Alls eru fjórir náms- og starfsráðgjafar starfandi við FÁ, þrír fyrir dagskólann og einn fyrir fjarnámið.
Viðtalstímar eru alla daga vikunnar á starfstíma skólans. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst eða koma við á skrifstofum þeirra í N 101 á fyrstu hæð.
Almennar fyrirspurnir vegna dagskóla: namsradgjof@fa.is (vinsamlegast sendið ekki póst á allar í einu, sendið frekar á sameiginlega póstinn).
Almennar fyrirspurnir vegna fjarnáms: radgjof@fa.is
Nemendur fjarnámsins hafa aðgang að námsráðgjafa fjarnámsins innan skólans. Hægt er að senda tölvupóst á radgjof@fa.is með fyrirspurnir og vangaveltur um náms- og starfsferilinn. Einnig er hægt að óska eftir viðtali og er val um hvort það sé símaviðtal, viðtal á staðnum eða í gegnum Teams.
Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms er staðsett á annari hæð í V álmu.