- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Sjúkraliðanám var fyrst sett á stofn á Íslandi árið 1965 að danskri fyrirmynd. Námið fór fram á Sankti Jósefsspítalanum í Reykjavík og á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri. Námið var 9 mánuðir og skiptist í bóklegt nám og starfsnám á sjúkrahúsum.
Fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri vorið 1966.
Sjúkraliðaskóli Íslands var stofnaður árið 1975 og var starfræktur undir stjórn Heilbrigðis-og tryggingaráðuneytisins. Sjúkraliðaskólinn var lagður niður árið 1990 og námið flutt í Fjölbrautaskólann við Ármúla/Heilbrigðisskólann. Fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla/Heilbrigðisskólanum haustið 1991.
Framhaldsnám fyrir sjúkraliða hófst við skólann í janúar 1992.