- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Námsbraut fyrir sótthreinsitækna er 120 einingar með námslok á 2. hæfniþrepi. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf við dauðhreinsun tækja og áhalda á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Í náminu er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt.
Til að hefja nám á námsbraut fyrir sótthreinsitækna er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf skv. samræmdu námsmati sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla. Gert er ráð fyrir því að nemendur hefji nám 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði og ensku).
Námið er skipulagt sem fjögurra anna nám og skiptist í 33 einingar í almennum greinum, 27 einingar í almennum heilbrigðisgreinum, 35 einingar í sérgreinum sótthreinsitækna og 25 eininga vinnustaðanám. Fyrstu þrjár annirnar eru í skóla, en síðan tekur við 15 vikna vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða hjá fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Vinnustaðanámið fer fram undir leiðsögn starfandi sótthreinsitæknis á vinnustað sem skólinn viðurkennir. Til að hefja vinnustaðanám þurfa nemendur að hafa náð 18 ára aldri og lokið öllum bóklegum greinum.
Námsbraut fyrir sótthreinsitækna (pdf)
Námsbraut fyrir sótthreinsitækna (excel)