- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í FÁ er starfrækt nemendafélag, NFFÁ. Félagsmenn eru allir þeir nemendur við skólann sem greiða nemendafélagsgjöld. Nemendafélag skólans vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
Markmið félagsins eru að gæta hagsmuna nemenda innan skólans og halda uppi öflugu félagslífi. Nemendafélagið fer með rödd nemenda gagnvart skólastjórnendum og sitja formaður og varaformaður í skólaráði.
Félagslífið í FÁ er fjölbreytt og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því skapa skemmtilegt félagslíf. Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NFFÁ og skólans.
NFFÁ stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda. Meðal viðburða sem NFFÁ heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, árshátíð, söngkeppni, þemavikur, nýnemadag, ferðir o.fl. Einnig er mikil áhersla lögð á það að skapa góðan skólaanda og vera með allskyns uppákomur á skóladaginn.
Ýmsar nefndir, ráð og klúbbar eru starfandi innan skólans og er starfið breytilegt milli ára.
Í FÁ er nemendafélagið valáfangi. Áfanginn heitir Félagsmál - nemendafélagið - NEMÓ2FÁ05. Fyrir áfangann er hægt að fá allt á milli 1 og 5 feiningar, eftir því hversu mikla vinnu nemandinn vill leggja í starfið.
Áfanginn er vettvangur fyrir nefndir að funda innan síns vinnuhóps og skipuleggja viðburði sína með aðstoð félagsmálafulltrúa, og læra um leið viðeigandi vinnubrögð og nauðsynlega kunnáttu í félagsstarfi almennt. Skipulagið fer alfarið eftir eðli þeirra verkefna sem nemandinn kýs að halda utan um.
Í kennslustundum verður lögð áhersla á mætingu og virkni nemenda - þátttöku í umræðum, hugmynda- og verkefnavinnu.
Námsmat
Afurðir áfangans eru þeir félagsviðburðir sem líta dagsins ljós. Ekki er gefin einkunn fyrir áfangann en fjöldi feininga (1-5) fer eftir því hversu miklum tíma hver nemandi eyðir í skipulag og framkvæmd viðburða. 80% mætingarskylda er í kennslustundir og virkni í tímum kemur til námsmats. Forsenda fyrir setu í áfanganum er góð mæting í skólann almennt. Krafa er gerð til nemenda um gott fordæmi í hegðun, að skólareglum sé fylgt í hvívetna og samskipti við starfsfólk og samnemendur innan sem utan nemendaráðs séu jákvæð og uppbyggileg.
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er félagsmálafulltrúi skólans. Vigdís heldur utanum áfangann og aðstoðar NFFÁ í sínu starfi. Hægt er að hafa samband við hana hér.
Stjórn NFFÁ er skipuð af forseta, varaforseta/ritara, gjaldkera, hagsmuna- og alþjóðafulltrúa og markaðsstjóra. Kosið er um embættin innan félagsmálaáfangans.
Stjórn NFFÁ 2024-2025
Birnir Valur Þorgilsson - forseti
Alma Rut Arnarsdóttir - varaforseti og ritari
Trostan Matthíasson Gunnell - gjaldkeri
Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - hagsmuna- og alþjóðafulltrúi
Vilberg Samúel Rúnarsson Gámez - markaðsfulltrúi
Bergur Snær Einarsson og Ester Sól Jónsdóttir (áheyrnarfulltrúar á stjórnarfundum) - nýnemafulltrúar
Upplýsingar um NFFÁ:
Nemendafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla
Ármúla 12, 108 Reykjavík
Sími: 833-5231
Kennitala: 590986-1949
Netfang: nffa@fa.is
Instagram: https://www.instagram.com/stjorn_nffa
Tik tok: https://www.tiktok.com/@stjorn_nffa
Hér má finna lög NFFÁ, samþykkt í janúar 2023.
Nemendafélagið hefur aðstöðu á Steypunni, við hliðina á stiganum niður í matsal.