Fréttir & tilkynningar

Heimsókn í Kvikmyndasafn Íslands

21.02.2025
Í vikunni fóru nemendur í áfanganum Hönnun og gerð sjónvarpsþátta í vettvangsferð á Kvikmyndasafn Íslands. Gunnar Tómas Kristófersson starfsmaður kvikmyndasafnsins tók vel á móti hópnum og leiddi hann um filmu - og munageymslu safnsins. Auk þess að sýndi hann hópnum ýmis myndbrot úr kvikmyndaarfinum, sem safnið hefur skanna og hreinsa með nýjum 4K filmuskanna sínum.

A Green Day verkefnið

20.02.2025
Á síðasta ári tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla þátt í Erasmus verkefninu A Green Day í samstarfi við IES Tegueste frá Tenerife. Verkefnið byggði á samstarfi tveggja skóla þar sem markmiðið var að fræða hvorn annan um ýmis umhverfismál. FÁ hjálpaði IES Tegueste að undirbúa vinnu við umsókn um Grænfánann sem við höfum fengið afhentan í um 20 ár, fyrstir allra framhaldskóla. Í verkefninu fyrir hönd FÁ voru Andri Ingvason, Guðbjörg Eiríksdóttir og Tinna Eiríksdóttir en með þeim voru fimm nemendur sem stunda nám við skólann.

Líf og fjör á skautum!

13.02.2025
Það var líf og fjör í Skautahöllinni í gær þegar nemendur FÁ skelltu sér á skauta. Sú hefð hefur skapast í skólanum að fara á skauta þegar Lífshlaupið stendur yfir við góðar undirtektir nemenda. Hátt í tvöhundruð nemendur mættu og skemmtu sér konunglega :)

Maurar í heimsókn í FÁ

12.02.2025
Í dag, miðvikudaginn 12. febrúar, heimsóttu tveir líffræðingar skólann, þeir Rafn Sigurðsson og Andreas Guðmundsson Gahwiller. Þeir mættu ekki einir, heldur komu þeir með samfélag maura með sér og kynntu nemendum fyrir öllu því helsta í heimi maura. Hér koma nokkrir fróðlegir punktar: 🐜 Maurar lifa í sérhæfðum og skipulögðum samfélögum og innan þeirra ríkir mikil stéttaskipting 🐜 Yngstu maurarnir vinna almennt inn í búinu og elstu maurarnir veiða mat fyrir hina 🐜 Maurasystkini eru 75% skyld hvort öðru en ekki 50% eins og tíðkast í heimi manna 🐜 Maurar eiga helst samskipti við hvern annan með ferómónum 🐜 Maurar hafa fundist víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og berast t.d. hingað til til lands með pottaplöntum, matvælum og farangri úr ferðalögum 🐜 Ef þið finnið maura heima hjá ykkur eða einhversstaðar á Íslandi þá hvetjum við ykkur til að tilkynna það á maurar.hi.is Ef þið viljið fleiri fróðleikskorn um maura, þá má finna þau hér: maurar.hi.is