14.12.2024
Í dag var hátíð í FÁ þegar skólinn útskrifaði 72 nemendur og þar af 7 af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en útskriftin fór fram í hátíðarsal skólans.
59 nemendur útskrifuðust sem stúdentar og frá nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 4 nemendur. 12 útskrifuðust af félagsfræðibraut, 1 af íþrótta og heilbrigðisbraut og 6 af náttúrufræðibraut. Af opinni braut útskrifuðust 25 og loks 15 með viðbótarnám til stúdentsprófs.
Af heilbrigðissviði útskrifuðust 16 nemendur, 1 útskrifast af heilbrigðisritarabraut, 1 af lyfjatæknabraut, 5 af heilsunuddbraut og loks 9 af sjúkraliðabraut.