Bókasafn

Bókasafnið er staðsett miðsvæðis á fyrstu hæð skólans.

Hlutverk og þjónusta

Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Safnið er búið bókum og öðrum safnkosti sem styður nám, kennslu, félagslíf og þróunarstarf í skólanum. Einnig er boðið upp á efni sem hvetur nemendur til bókmenntalesturs og stöðugrar þekkingarleitar í leik og starfi.

Á safninu er veit persónuleg þjónusta sem m.a. felst í faglegri þjónustu, aðstoð við upplýsingaleit, heimildanotkun, heimildaskráningu og ýmis konar námsaðstoð.

Allar kennslubækur sem eru á bókalista eru til á bókasafninu. Þær er hægt að fá að láni í kennslustund eða innan skólans.

Á fa.leitir.is  er hægt að leita í safnkosti bókasafns Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Opnunartími

Mánudaga til fimmudaga frá kl. 8:00-16:00.
Föstudaga frá kl. 8:00 -14:00.

Starfsfólk

Þóra Kristín Sigvaldadóttir bókasafns og upplýsingafræðingur thora@fa.is
Sími: 525 8837

Vinnuaðstaða

Á safninu er góð vinnuaðstaða fyrir 55 manns, bæði lesbásar og fjögurra manna borð.

Útlán og skil

  • Öll gögn sem farið er með út af safninu þarf að skrá í útlán.
  • Lánþegar greiða ekki fyrir útlán en bera ábyrgð á þeim gögnum sem fengin eru að láni.
  • Lánstími almennra bóka er tvær vikur.
  • Kennslubækur, kjörbækur, fartölvur, heyrnartól og vasareiknar er aðeins hægt að fá að láni í kennslustund eða innan skólans.
  • Tímarit eru ekki lánuð út.
  • Í lok hverrar annar eiga nemendur að vera búnir að skila öllum bókum á bókasafnið.
Síðast uppfært: 11. desember 2024