Nýsköpunar- og listabraut

Um nýsköpunar- og listabraut

Námi á nýsköpunar- og listabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðu í listum og nýsköpun. Brautin er tveggja ára 116 feininga braut með námslok á 2. þrepi. Námið er skipulagt sem fjögurra anna lista- og starfsnám sem lýkur með framhaldsskólaprófi en einnig er hægt að taka viðbótarnám til stúdentsprófs.

Markmið náms á nýsköpunar- og listabraut er að virkja sköpunarkraft nemandans svo að hann verði hæfari að samnýta og samþætta óskylda hluti, skoðanir og stefnur. Í verklegri kennslu er áhersla á myndlist, kvikmyndagerð, leiklist, ljósmyndun, þrívíddarhönnun, tölvuleikjahönnun, nýsköpun o.fl. Með markvissri þjálfun í skólanum og á starfsvettvangi verður nemandinn hæfari til þátttöku og nýsköpunar í samfélaginu og áttar sig á mikilvægi hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins.

Námið skiptist í bóklegan og verklegan hluta og er lögð áhersla á góð samskipti við atvinnulífið og haft að leiðarljósi að nám á brautinni sé að einhverju leyti í takt við þarfir þess. Við námslok á brautinni skila nemendur lokaverkefnum. Beitt er aðferðum listnámskennslunnar þar sem nemandinn er virkjaður, jafnt hugur hans, hönd og sköpunarþrá.

Inntökuskilyrði

Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.

Starfsnám

Miðað er við að nemendur séu í tvær til fjórar vikur í almennu starfsnámi og er ætlunin að þeir kynnist starfsumhverfi og atvinnulífi skapandi greina og iðn- og þjónustugreinum þar sem nýsköpun og hönnun á sér stað. Markmiðið er að nemendur geti gert sér grein fyrir möguleikum til starfa og framhaldsnáms á þessu sviði að loknu námi á brautinni. Nemendur í starfsnámi skila ferilbók í lok annar.

Prentvæn útgáfa

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is og með því að smella þar á áfangaheiti fæst lýsing á innhaldi viðkomandi áfanga.

Nýsköpunar- og listabraut (pdf)

Nýsköpunar- og listabraut (excel)

Sameiginlegur kjarni - 69 ein. 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar 
Enska   ENSK2LO05   5
Formfræði   FORM2MF05   5
Íslenska   ÍSLE2MR05   5
Íþróttir (alls 4 einingar) ÍÞRÓ1AA01
ÍÞRÓ1AB01
ÍÞRÓ1AC01
ÍÞRÓ1AD01
ÍÞRÓ1GH03
    4
Kvikmyndagerð KVMG1ST05     5
Leiklist LEIK1GR05     5
Listir og menning

  LIME2LS05
LIME2MM05
  10

Lífsleikni LÍFS1ÉG03
LÍFS1BS02
    5
Myndlist MYNL1MG05   MYNL3ÞF05 10
Nýsköpun   NÝSK2HH05   5
Saga   SAGA2LS05   5
Stærðfræði   STÆR2HS05   5
Samtals       69 einingar

Pakkaval: Lista- og nýsköpunarlína eða kvikmyndalína:  37 einingar

Pakkaval - 37 einingar 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar 
Ferilmappa   FEMA2ST02   2
Ferilmöppur, hugmyndavinna og portfolio   FEMP2FH05   5
Markviss starfskynning   MASK2SV03
MASK2SV07
  10
Sérgreinar nýsköpunarlínu eða kvikmyndalínu   MYNDL/KVIKM MYNDL/KVIKM 20
Samtals       37 einingar

 

Áfangaval I - 10 einingar 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar 
Ljósmyndun LJÓS1SM05 LJÓS2SM05   10
Nýsköpun     NÝSK3SF05 5
Tölvustudd hönnun   TÖHÖ2LH05   5
Samtals       10 einingar
Samtals á NL braut       116 einingar

Viðbótarnám: 84 einingar

Frjálst val 1. þrep 2. þrep 3. þrep Einingar 
Íslenska   ÍSLE2XX05 ÍSLE3XX05
ÍSLE3XX05
 
Enska   ENSK2XX05 ENSK3XX05
ENSK3XX05
 
Samtals       84 einingar
Samtals alls       200 einingar
Síðast uppfært: 02. desember 2024