Opin stúdentsbraut

Opin stúdentsbraut er 200 eininga bóknámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi. Skyldueiningar á brautinni eru 106 og eru sameiginlegar öðrum bóknámsbrautum skólans. Hinar 94 einingarnar geta nemendur valið í samræmi við áhugasvið og námsmarkmið í framtíðinni en þurfa þó að gæta að þrepaskiptingu samkvæmt ákvæðum námskrár. Nemendum sem hyggja á framhaldsnám að loknu stúdentsprófi er einnig bent á að huga vel að inntökuskilyrðum þess náms og velja sér áfanga í samræmi við það.

Til að hefja nám á brautinni er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í kjarnagreinum (íslensku, ensku og stærðfræði) eða lokið fornámi í þessum áföngum.

Opin stúdentsbraut (pdf)

Opin stúdentsbraut (excel)