Námsbraut fyrir sótthreinsitækna

Um nám á sótthreinsitæknabraut

Námsbraut fyrir sótthreinsitækna er 120 einingar með námslok á 2. hæfniþrepi. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf við dauðhreinsun tækja og áhalda á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Í náminu er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt.

Námið er skipulagt þannig að nemendur ljúki bóklegum greinum áður en 15 vikna vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða hjá fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu hefst.

                                                                 

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á námsbraut fyrir sótthreinsitækna er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf skv. samræmdu námsmati sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla. Gert er ráð fyrir því að nemendur hefji nám 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum (íslensku, stærðfræði og ensku).

Vinnustaðanám

Vinnustaðanámið fer fram undir leiðsögn starfandi sótthreinsitæknis á vinnustað sem skólinn viðurkennir. Til að hefja vinnustaðanám þurfa nemendur að hafa náð 18 ára aldri og lokið öllum bóklegum greinum.

Prentvæn útgáfa

Námsbraut fyrir sótthreinsitækna (pdf)

Námsbraut fyrir sótthreinsitækna (excel)

Sérgreinar brautarinnar 1. þrep 2. þrep Einingar
Áhöld, sérhæfð

  ÁEFS2AB05 5
Áhalda- og efnisfræði sótthreinsitækna alm. ÁHEF1PE05   5
Dauðhreinsun sótthreinsitækna   DAUH2SÖ05 5
Enska

  ENSK2EH05
ENSK2LO05
10

Gæði, öryggi og rekjanleiki   GÆÖR2RE05 5
Heilbrigðisfræði HBFR1HH05   5
Íslenska

  ÍSLE2HM05
ÍSLE2MR05
10

Íþróttir

ÍÞRÓ1AA01
ÍÞRÓ1AB01
ÍÞRÓ1AC01
  3

Líkamsbeiting LÍBE1HB01   1
Lífsleikni

LÍFS1ÉG03
LÍFS1BS02
  5

Samskipti   SASK2SS05 5
Siðfræði   SIÐF2SF05 5
Skyndihjálp   SKYN2EÁ01 1
Sótthreinsun fyrir sótthreinsitækna SÓTS1HR05   5
Sýklafræði   SÝKL2SS05 5
Starfsumhverfi heilbrigðisstétta STHE1HÞ05   5
Stærðfræði   STÆR2HS05 5
Umhverfisfræði   UMHV2SJ05 5
Upplýsingatækni   UPPÆ1SR05 5
Vinnustaðanám   VINS2NS25 25
Samtals     120 einingar

 

Síðast uppfært: 12. desember 2024