Náms- og starfsráðgjafi fjarnámsins

Nemendur fjarnámsins hafa aðgang að námsráðgjafa fjarnámsins innan skólans.

Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms er Hrönn Baldursdóttir.

Hægt er að senda tölvupóst á radgjof@fa.is með fyrirspurnir og vangaveltur um náms- og starfsferilinn. Einnig er hægt að óska eftir viðtali og er val um hvort það sé símaviðtal, viðtal á staðnum eða í gegnum Teams. Þú getur bókað viðtal hér


Námsráðgjafi býður upp á mismunandi námskeið og vinnusmiðjur fyrir nemendur í fjarnámi:

Örfyrirlestrar á netinu fyrir nemendur í fjarnáminu:

Glósur og minni (upptaka verður aðgengileg eftir daginn) 22. janúar 2025 kl. 11.30 – 12.00
Skipulag námsins alla önnina. 29. janúar 2025 kl. 11.30 – 12.00
Námstækni ritgerða.  12. febrúar 2025 kl. 11.30 – 12.00
Hvað tekur við eftir útskrift?  12. mars 2025 kl. 11.30 – 12.00
Prófdagarnir og próftaka.    7. apríl 2025 kl. 11.30 – 12.00

Fyrirlestrarnir verða á teams og hægt að skrá sig hér



Námskeið fyrir nemendur á lokaári: 4 skipti.

Dagskrá: val á námi og starfi, námslán og styrkir, umsóknir um störf og skóla.
Hægt að velja um staðnámskeið eða fjarnámskeið.
Ekki skiptir máli hvort nemandi er á síðustu eða næstsíðustu önn.

Tímasetning staðnámskeiðs:
Tímasetning fjarnámskeiðs:
Skráning: sendið póst til hronn@fa.is

 

 

Námskeið fyrir 16 og 17 ára nemendur sem eru eingöngu í fjarnámi: 4 skipti.

Dagskrá: Námstækni, skipulag í námi, skólakerfið og áhugasvið. 
Hægt að velja um staðnámskeið eða fjarnámskeið. 

Tímasetning staðnámskeiðs:  
Tímasetning fjarnámskeiðs: 
Skráning: sendið póst til hronn@fa.is

 

 

Vinnusmiðja fyrir nemendur í fjarnáminu sem eru óákveðin með val á braut, námi eða starfi

Vinnusmiðjan tekur um tvær klukkustundir og er óháð aldri og hversu mörgum einingum er lokið. 
Hægt að velja um að koma á staðinn í Ármúla 12 eða vera á tems. 

Tímasetning vinnusmiðju í raunheimi:  18.október kl. 13 – 15

Tímasetning vinnusmiðju í netheimi á teams: 1.nóvember kl. 13 – 15

Skráning: 

 

-------------------------------------------------------------------------------- 
Viðtöl, námskeið og fyrirlestrar eru nemendum að kostnaðarlausu. 

Síðast uppfært: 20. desember 2024