Náms- og starfsráðgjafi fjarnámsins

Nemendur fjarnámsins hafa aðgang að námsráðgjafa fjarnámsins innan skólans.

Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms er Hrönn Baldursdóttir.

Hægt er að senda tölvupóst á radgjof@fa.is með fyrirspurnir og vangaveltur um náms- og starfsferilinn.
Póstum er svarað í tímaröð og öllum er svarað. Núna í 3.viku janúar er um eins til tveggja daga bið eftir svari. Ég mun svara öllum póstum sem eru sendir fyrir 22.janúar, áður en stráningarfresturinn er liðinn.
Takk fyrir þolinmæðina, Hrönn.

Einnig er hægt að óska eftir viðtali og er val um hvort það sé símaviðtal, viðtal á staðnum eða í gegnum Teams. Þú getur bókað viðtal hér


Námsráðgjafi býður upp á mismunandi námskeið og vinnusmiðjur fyrir nemendur í fjarnámi:

Örfyrirlestrar á netinu fyrir nemendur í fjarnáminu:

Glósur og minni (upptaka verður aðgengileg eftir daginn) 22. janúar 2025 kl. 11.30 – 12.00
Skipulag námsins alla önnina. 29. janúar 2025 kl. 11.30 – 12.00
Námstækni ritgerða.  12. febrúar 2025 kl. 11.30 – 12.00
Hvað tekur við eftir útskrift?  12. mars 2025 kl. 11.30 – 12.00
Prófdagarnir og próftaka.    7. apríl 2025 kl. 11.30 – 12.00

Fyrirlestrarnir verða á teams og hægt að skrá sig hér

Námskeið fyrir nemendur sem stefna á útskrift eftir 1 - 4 annir: 4 skipti.

Dagskrá: val á námi og starfi, námslán og styrkir, umsóknir um störf og skóla.
Hægt að velja um staðnámskeið eða fjarnámskeið.
Ekki skiptir máli hvort nemandi er á síðustu eða næstsíðustu önn.

Tímasetning staðnámskeiðs:
Tímasetning fjarnámskeiðs:
Skráning: sendið póst til hronn@fa.is

Námskeið fyrir 16 og 17 ára nemendur sem eru eingöngu í fjarnámi: 4 skipti.

Dagskrá: Námstækni, skipulag í námi, skólakerfið og áhugasvið. 
Hægt að velja um staðnámskeið eða fjarnámskeið. 

Tímasetning staðnámskeiðs:  
Tímasetning fjarnámskeiðs: 
Skráning: sendið póst til hronn@fa.is

Vinnusmiðja fyrir nemendur í fjarnáminu sem eru óákveðin með val á braut, námi eða starfi

Vinnusmiðjan tekur um tvær klukkustundir og er óháð aldri og hversu mörgum einingum er lokið. 
Hægt að velja um að koma á staðinn í Ármúla 12 eða vera á tems. 

Tímasetning vinnusmiðju í raunheimi:  18.október kl. 13 – 15

Tímasetning vinnusmiðju í netheimi á teams: 1.nóvember kl. 13 – 15

Skráning: 

 

-------------------------------------------------------------------------------- 
Viðtöl, námskeið og fyrirlestrar eru nemendum að kostnaðarlausu. 

Síðast uppfært: 17. janúar 2025