- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Hér eru ýmsar upplýsingar sem geta komið nemendum að gagni í námi.
Réttindi nemenda samkvæmt lögum og reglugerðum: Hér er vitnað orðrétt í Aðalnámskrá framhaldsskóla einnig grunnskóla- og framhaldsskólalög frá júní 2008.
Námsstíll: Hér er stutt skýring á hvað námsstíll er og slóð (www.vark-learn.com) þar sem hægt er að svara spurningum á íslensku (velja icelandic) og fá niðurstöður varðandi eigin námsstíl og ábendingar um árangursríkar aðferðir við nám í samræmi við þann námsstíl (learning style).
Erfiðleikar í framhaldsskóla: Hér eru umfjöllun um algenga erfiðleika sem lesblindir nemendur upplifa í framhaldsskóla og ábendingar hvernig hægt er að leysa vandamálin.
Hugarkort = mind map: Aðferð sem hentar vel fyrir heildræna skapandi hugsun. Hér eru slóðir að leiðbeiningum og útskýringar á hvað hugarkort er.
Minnið: Hér eru ýmsar ábendingar varðandi minni og nám.
Minnistækni: Hér eru dæmi um minnistækni en lesblindir nemendur hafa sýnt ótrúlega minnishæfni ef þeir styðjast við t.d. að gera sér myndir í huganum og leggja þær á minnið.
Skammtímaminni: Umfjöllun og góð ráð frá Sylviu Moody.
Skipulag – raðvinnsla: Margir lesblindir eiga í erfiðleikum með áttir, skipulag og muna það sem er ákveðinni röð eins og margföldunartöfluna. Hér er ágætt að skoða sjálfan sig – nákvæmari listi er undir Einkenni og styrkleikar.
Enskar sagnir – beygingar: Hér er yfirlit yfir beygingar enskra óreglulegra sagna, rauður litur notaður til að draga fram það sem breytist.