STÆR2HS05 - Hagnýt stærðfræði

Þessi áfangi heitir Hagnýt stærðfræði og er skylduáfangi á öllum brautum skólans. Áfanginn er kenndur í tölvustofu og öll verkefni unnin í töflureikni (Excel).

Efnisatriði: Námsefninu er skipt í tvo hluta, tölfræði og verslunarreikning. Í fyrri hlutanum er farið í grunnhugtök í tölfræði, uppsetningu og úrvinnslu myndrita og annarra gagna í Excel. Í seinni hlutanum er það jöfnureikningur, skattaútreikningar, prósentur, vextir og vaxtavextir, einnig unnið í Excel.

Kennslugögn: Hagnýt stærðfræði eftir Helmut Hinrichsen og Jónu Guðmundsdóttir (ókeypis rafbók)

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4,5

Einkunnir fyrir skilaverkefni og gagnvirkar æfingar eru ekki reiknaðar inn í lokaeinkunn nema nemandinn hafi staðist lokapróf og gilda þá einungis til hækkunar á lokaeinkunn. Annareinkunn gildir þá 30% og lokaprófið 70%
Að öðrum kosti gildir lokaprófið 100%