- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Þú skráir þig í fjarnám FÁ á heimasíðu skólans, sjá hér. Í dagatali fjarnámsins getur nálgast upplýsingar um hvenær skráning hefst og helstu dagsetningar annarinnar.
Því miður er það ekki í boði. Hvert próf er eingöngu notað einu sinni, annað hvort sem lokapróf eða sem sjúkrapróf.
Kennari útbýr sjúkrapróf ef einn nemandi skrár sig í sjúkrapróf. Annars ekki. Ef nemandi skráir sig ekki getur það gerst að hann mæti í sjúkrapróf og það er ekki til próf fyrir hann. Þetta þýðir með öðrum orðum að nemandi fyrirgeri rétti sínum til sjúkraprófs ef hann skráir sig ekki.
Já, fjarnámsnemandi sem stefnir á að stunda nám á stúdentsbrautum eða heilbrigðisbrautum skólans getur lagt inn beiðni um mat á fyrra námi sjá hér. Mat á námsferli kostar kr. 10.000.- Vinsamlega athugið að ekki er hægt að afgreiða beiðnir um mat á fyrra námi meðan skráning á nýja önn stendur yfir. Hægt er að leita til námsráðgjafa fjarnámsins til að fá ráðgjöf um áfanga: radgjof@fa.is Að gefnu tilefni: Það er ekki sjálfgefið að áfangi sem þú hefur tekið í kjarna í einum skóla gildi sem áfangi í kjarna í öðrum skóla.
Fjarnámsnemandi getur óskað eftir ráðgjöf um val á áföngum í fjarnámi FÁ, sjá hér. Ráðgjöfin miðast eingöngu við nám á brautum FÁ. Ef þú ætlar að taka áfanga í FÁ og fá þá metna sem kjarna/skylduáfanga í öðrum skólum þarftu að fá staðfestingu frá skólanum um að þeir meti áfangann. Annað gildir um valáfanga, þeir eiga skv. lögum að vera metnir á milli skóla sem frjálsar einingar.
Ef þú ert að taka áfanga í fjarnáminu til að fylla upp í valið þá ættir þú að geta tekið hvaða áfanga sem er á 2. og 3.hæfnisþrepi (og mögulega á 1.hæfnisþrepi ef þú hefur svigrúm til þess) og fengið hann metinn inn á þinn námsferil. Ef þú ætlar að taka áfanga í fjarnáminu í staðinn fyrir skylduáfanga í þínum skóla þarftu að velja áfanga í samráði við skólann. Þinn skóli þarf að samþykkja að áfangi í fjarnáminu sé metinn í staðinn fyrir skylduáfanga í þínu námi. Hér getur þú séð hvaða áfangar eru í boði í fjarnámi FÁ.
Nei, reglur fjarnáms FÁ eru með þeim hætti að nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn í lokaprófi (4,5) til að ná áfanganum. Annareinkunn er ekki reiknuð með í lokaeinkunn ef nemandi nær ekki lágmarkseinkunn í lokaprófi. Lokaeinkunn áfangans stjórnast þá af einkunn lokaprófsins. Ef nemandi nær lágmarki í lokaprófi stjórnast lokaeinkunn af lokaprófseinkunn og af einkunn sem nemandi vann sér inn á önninni.
Bókalista má nálgast á heimasíðunni t.d. með því að skoða áfangalýsingar. Þar finnur þú stutta lýsingu á áfanganum, bókalista og námsmat. Bókalisti áfanga og námsmat getur tekið breytingum milli anna.
Finna má upplýsingar um undanfara áfanga á heimasíðu fjarnámsins, sjá hér.
Eru lokaprófin á rafrænu formi?
Nei, lokaprófin eru ekki á rafrænu formi. Öll lokapróf eru tekin í húsnæði FÁ skv. próftöflu. Hlutapróf sem eru tekin á önninni eru rafræn í námsumhverfi Moodle.
Það er ekkert efra aldursþak. Okkar elstu nemendur eru á áttræðisaldri en öðru máli gegnir með yngri nemendur. Fjarnám FÁ er með samning við grunnskóla landsins. Nemendur í 10. bekk og í sumum tilvikum í 9.bekk fá að taka þátt í áföngum undir handleiðslu skólanna. Ef yngri nemandi sækist eftir að stunda fjarnám þarf alltaf að skoða hvert tilfelli fyrir sig.
Það er ekki þak á fjölda áfanga sem nemandi má skrá sig í á önn en hafa þarf í huga að einingakerfi framhaldsskóla er metið út frá vinnustundum nemanda (ein vinnustund er skilgreind sem ein klukkustund). Í 5 eininga áfanga eru vinnustundir áætlaðar um 120. Haust- og vorannir fjarnámsins eru 12 vikur og því má gera ráð fyrir því að nemandi þurfi 10 vinnustundir á viku til yfirferðar.
Notaðu nýlega vafra þegar þú notar Moodle, t.d. Chrome, Edge, Firefox. Forðastu að nota eldri vafra eins og t.d. Internet Explorer
Hér eru einfaldar leiðbeininingar til að komast inn í Moodle. Það er mikilvægt að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem sendar eru með aðgangsorðinu við upphaf annarinnar. Ef þú ert nemandi í öðrum skóla stoppar Menntaský þess skóla það að þú getir skráð þig inn í Moodle í FÁ. Því þarftu að búa til nýtt svæði í tölvunni þinni sem þú notar eingöngu fyrir fjarnámið. Hér eru leiðbeiningar.
Aðgangsorð eru send á netfang sem nemandi skráir í umsóknin sína í fjarnámið. Mikilvægt er að geyma bréfið með aðgangsorðinu en ef þú týnir því getur þú haft samband við þjónustuver skólans, sjá hér.
Já, Office pakkinn er inn í Moodle, á upphafssíðunni. þú getur sett hann upp í eigin tölvu. Leiðbeiningar um uppsetningu á Office er að finna hér Athugið! Notendanafnið sem þú færð sent í upphafi annar er Microsoft Account (aðgangur) og samanstendur af: fa+ fyrstu átta stafir kennitölunnar og hefur alltaf endinguna @fa.is (dæmi: fa01013077@fa.is).
Þegar umræður eru virkar í áfanga getur fjöldi tölvupósta sem hver og einn fær orðið yfirþyrmandi. Hægt er að fækka tölvupóstum og fá aðeins einn tölvupóst á dag með því að breyta stillingum fyrir tölvupóst. Til að gera þetta þarf að:
Stillingar - Notendaaðgangur > Forum preferences. Þar sem stendur Hvers konar samantekt þarf að velja eitt af þessu: Enginn úrdráttur (tölvupóstur sendur með hverju innleggi). Full (einn tölvupóstur sendur daglega með öllum innleggjum) eða Viðfangsefni (einn tölvupóstur á dag, einungis með viðfangsefnum).
Þú skalt hugsa um það eins og þitt vinnunetfang meðan þú ert virk/ur í námi í fjarnámi FÁ. Öll skilaboð sem kennari setur inn í Moodle berast í þetta netfang, sem og skilaboð frá fjarnámsstjóra. Fjarnámsstjóri sendir upplýsingapósta á önninni sem skipta máli t.d. varðandi þjónustu sem fjarnámsnemendum stendur til boða og eða eiga rétt á eða upplýsingar um lokapróf og fyrirkomulag þeirra svo eitthvað sé nefnt.
Á notandareikningnum getur þú m.a. sett inn mynd af þér. Smellt er á Veldu skrá > Sækja skrá > Browse myndin fundin og smellt á senda skrá.
Já, þú þarft að fara í "sjálfgefið tungumál" (undir Almennt). Hér getur þú valið á hvaða tungumáli Moodle birtist þér. Próf, verkefni og annað sem kennari setur á námskeið birtast þó að sjálfsögðu alltaf eins og kennarinn stofnaði þau. Hafi kennari skilyrt tungumál í stillingum námskeiðs birtist námskeiðið öllum notendum á því tungumáli sem kennari valdi.
Þú hefur samband við kennarann í Moodle með því að fara í skilaboð, sjá kallmerkið efst uppi hægra megin á skjánum Þú getur einnig haft samband við kennara á opnu svæði í áfanganum sem gjarnan er táknað með tveimur kallmerkjum en þá þarftu að hafa í huga að allir þátttakendur sjá póstinn
Já, það á að vera hægt t.d. í nærliggjandi framhaldsskóla eða mennta/fræðslusetrum um landið. Ef þú dvelur erlendis þá er hægt að leita til sendiráða, ræðismannaskrifstofa eða til viðurkenndra menntastofnana. Sjá nánar hér . Nemendur þurfa að vera meðvitaðir um að ef þeir taka próf utan FÁ þurfa þeir að greiða umsýslugjald á próftökustað. Gjaldið er mismunandi eftir prófastöðum.
Safe Exam Browser (SEB) er öryggisvafri fyrir próf á netinu sem kennarar í fjarnámi FÁ styðjast við. Hann er tengdur Moodle og þú þarft að setja hann upp í tölvunni ef þess er krafist í áfanga áður en próf eru tekin í fyrsta sinn. Vafrinn lokar aðgangi að öðrum vefsíðum eða hugbúnaði á meðan próf er í gangi og leyfir eingöngu að skrifað sé á lyklaborðið í prófinu sem þýðir að þú getur ekki notað aðrar skipanir (t.d. CTRL + C eða Prt Scr).
Það er ekki alveg öruggt því ef skráning í áfanga nær ekki lágmarks viðmiðum fellur hann niður. Þegar það gerist er nemendum boðið að skrá sig í annan áfanga eða fá endurgreitt. Ef áfangi nær lágmarks skráningum komast allir að sem skrá sig í hann.
Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa fjarnámsins FÁ, sjá upplýsingar hér. Í skólanum er boðið er upp á aðstoð við heimanám í Setrinu sem nemendur fjarnámsins hafa aðgang að. Setrið er til staðar í stofu A103 og eru auk kennara eldri nemendur að aðstoða við námið. Setrið er opið allan daginn sem lesstofa en námsaðstoð er veitt í tímunum sem merktir eru sérstaklega, sjá hér. Nemendur fjarnámsins hafa einnig aðgang að bókasafni skólans, sjá upplýsingar hér og þjónustu tölvuvers/þjónustuvers skólans (t.d. aðstoð við Moodle, Menntaský, Microsoft Office, Microsoft Teams), sjá hér.
Sendu tölvupóst á skrifstofu fjarnáms, sjá hér. Ef það eru liðnar 2-3 vikur af önninni getur verið erfitt að skipta um áfanga en það er ekki útilokað. Það er mismunandi eftir áföngum hversu hratt er farið í námsefni í upphafi annar.