Fjarnám FÁ

Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir! 

Fjarnám við Fjölbrautaskólann við Ármúla hófst sumarið 2002 og síðan þá hefur það verið óslitinn þáttur í skólastarfi skólans.  Að jafnaði skrá sig um 1300 manns í fjarnám á haust- og vorönn, að meðaltali í tvo áfanga.

Allt námsframboð fjarnámsins er samkvæmt samræmdri námskrá og viðurkennt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kennarar fjarnámsins eru með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og að öllu jöfnu þaulreyndir kennarar skólans.

Framkvæmd fjarnáms FÁ er gæðavottað skv. viðurkenndum gæðastaðli, fyrst árið 2019 og endurvottað árið 2022 til þriggja ára.

Meginmarkmið fjarnáms í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru:
• að gefa sem flestum kost á að stunda framhaldsskólanám óháð stað og stund
• að brúa bilið hjá þeim sem kjósa að taka upp þráðinn á ný eftir hlé frá námi og gefa þeim nýtt tækifæri
• að gefa nemendum kost á sveigjanleika í námi og að stytta sér leið að lokaprófi
• að sem flestar leiðir sem standa til boða í staðnámi séu einnig í boði í fjarnámi
• að unnt verði að ljúka stúdentsprófi af öllum bóknámsbrautum í fjarnámi
• að unnt sé að ljúka í fjarnámi þeim bóklegu greinum á brautum Heilbrigðisskólans sem til þess eru fallnar 

Námsannir í fjarnámi FÁ eru þrjár; haust-, vor og sumarönn. Haust- og vorannir vara í 12 vikur en sumarönn varir í 8 vikur. Prófdagar eru auglýstir á heimasíðu skólans áður en skráning á nýrri önn hefst. Lokapróf eru staðbundin og fara fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í lok anna. Prófstaðir eru fjölmargir utan FÁ, innanlands og erlendis, sjá upplýsingar hér

Síðast uppfært: 29. september 2024