Spurt og svarað um heilbrigðisritarabraut

Er hægt að læra til heilbrigðisritara í fjarnámi?

Já að lang mestu leiti. Tvö stutt námskeið eru staðbundið það eru líkamsbeiting og skyndihjálp og að sjálfsögðu er vinnustaðanám staðbundið, ásamt því eru þrjár heimsóknir í áfanganum VIMA.

Hversu lengi er maður að klára námið?

Það fer eftir því hversu marga áfanga þú velur á hverri önn. Hægt er að ljúka 120 einingum á 4 önnum en það er líka hægt að fara hraðar og hægar.

Fæ ég fyrra nám metið?

Sambærilegir áfangar eru metnir. Þegar þú ert orðin virkur nemandi skólans þá opnast upplýsingar um þitt fyrra nám sem er að finna á INNU og hægt er meta.

Hvenær og hvert fer maður í vinnustaðanám?

 

Vinnustaðanám fer nemandi í eftir að flestum bóklegum greinum er lokið. Kennslustjóri og nemandi sammælast um tímabil. Hægt er að koma með óskir um staðsetningar en ekki víst að hægt sé að verða við þeim öllum. Oftast er byrjað á að fara til heilsugæslunnar og síðan á sjúkrahús.

Er vinnustaðanám launað?

Nei vinnustaðnám er ekki launað, það er hluti af námi.

Er hægt að vera í vinnustaðanámi með launaðri vinnu?

Hægt er að taka vinnustaðanám á lengri tíma, minnst er þó hægt að vera í 50% hlutfalli og dreifist þá námið á lengri tíma. Alltaf þarf að ljúka hvorum áfanga í einni lotu. Ekki er nauðsynlegt að fara strax í næsta áfanga en æskilegt að það gerist þó fljótlega.

Er hægt að ljúka stúdentsprófi af heilbrigðisritarabraut?

Já það er hægt. Heildareiningafjöldi til stúdentsprófs er 200 einingar sem þurfa að skiptast á rétt þrep. Áfangar á 1. þrepi skulu að hámarki vera 66 einingar, á 3. þrepi þarf að lágmarki að vera 40 einingar. Allir nemendur sem ljúka stúdentsprófi þurfa að ljúka tveim áföngum í íslensku á 2. þrepi og tveim á 3. þrepi, það sama gildir um ensku það er að segja tveir áfanga á 2. þrepi og tveir áfangar á 3. þrepi, ásamt því þarf að ljúka 5 einingum í stærðfræði á 2. þrepi. Síðan þarf að velja áfanga eftir áhugasviði eða línu sem í framhaldi er stefnt að. Athugið vel þrepin 😊.

Síðast uppfært: 28. október 2024