Námsumhverfi Moodle

Fjarnám FÁ er sjálfsnám í gegnum netið og notast skólinn við námsumsjónarkerfið Moodle. Í námsumhverfi Moodle er einn til tveir kennarar eftir tilvikum í áfanga sem sinna námi nemenda. Öll samskipti á milli kennara og nemenda fara fram inn í Moodle og þar eiga nemendur að finna allar nauðsynlegar upplýsingar til að mæta kröfum áfangans. Þar er allt efni áfanga að finna; kennsluáætlun, verkefni, útskýringar á fyrirkomulagi náms og námsmats, sýnishorn af lokaprófi auk annars ítarefnis eftir því sem við á. Í Moodle birtast allar einkunnir fyrir verkefni og próf sem nemandi tekur þátt í á önninni. Sömuleiðis birtist einkunn úr lokaprófi sem og lokaeinkunn í áfanganum í lok annar. Lokaeinkunn nemanda birtast einnig í INNU í lok annar.

Ertu í öðrum skóla? Kerfið hleypir þér ekki inn í Menntaský þess skóla með aðgangsorðum Fjarnáms FÁ. Sjá leiðbeiningar hér.

 

Hér eru leiðbeiningar um innskráningu í Moodle

Hér eru leiðbeiningar um hvernig lykilorði er breytt

Síðast uppfært: 14. október 2024