- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Ráðstefnan „Opportunities for All: Inclusive Mobility Projects for Diverse Learners in Erasmus+ VET“, verður í Salzburg, Austurríki. Þátttakendur eru frá fimmtán löndum, þar af þrír frá Íslandi: Dagný Hulda Valbergsdóttir (VMA), Edda Lára Kaaber (FÁ) og Ragnheiður Eyjólfsdóttir (Fisktækniskólinn). Þetta verður einstakt tækifæri til að fræðast, miðla upplýsingum og reynslu sem og mikilvægur vettvangur til að mynda tengsl og þróa hugmyndir að verkefnum.
Sanna Holmkvist, rektor við Liljeholmen gymnasium í Stokkhólmi, kemur í undirbúningsheimsókn. Stefnt er að því að sækja um Nordplus verkefni með hennar skóla í tengslum við kennslu AM nemenda.
Glenn Coomans frá Antwerpen kemur í heimsókn ásamt sjö nemendum. Þau vilja fræðast og fá kynningu á íslenska skólakerfinu. Í mars fara þrír kennarar FÁ í heimsókn til þeirra í Antwerpen.
Sjálfbærniverkefnið Second Life heldur áfram. Nú stendur til boða að fara aðra ferð með nemendur á listabraut, að þessi sinni til Þýskalands.
Skólaheimsókn: Sigrún Eiríks, Sigrún Gunnars og Kristjana fara til Antwerpen í „job shadowing“ ferð til að kynna sér AM braut þeirra eða „the OKAN school“ eins og þau í Belgíu kalla kerfið sitt.
Ángela Garcia Jerez tölvunarfræðikennari frá Institut Pedralbes (Barcelona) kemur í „job shadowing“ heimsókn. Hún vinnur í sama skóla og Noah sem heimsótti okkur 2023.
Lokafundur verkefnisins Comparing Differences in Healthcare in Europe verður á Íslandi. Þessa viku verða bæði nemendur og kennarar frá Tékklandi og Portúgal í heimsókn í boði Heilbrigðisskólans.
Ulrika Rasmusson og Louise Mathiasen koma frá Ängelholms kommun í Svíþjóð að heimsækja sérdeildina. Þetta er í annað sinn sem sérdeildin fær heimsókn frá þessum skóla en í maí verður heimsóknin endurgoldin.
Það koma í heimsókn fjórir góðir gestir frá Azora eyjum, þau: Manuel da Silva Alvernaz, Marlene da Silva Maciel, Sílvia Catarina Furtado da Silva Fernandes og Sónia Patrícia Loureiro Segismundo. Þau kenna ensku, íþróttir, upplýsingatækni og landafræði, og eru spennt fyrir að fá að fylgjast með kennslustundum.
Sjúkraliðanemarnir Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, Elín Rós Pétursdóttir, Harpa Egilsdóttir, María Hólmfríður Fons Eiríksdóttir og Unnur Margrét Faigane Ellertsdóttir fara til Kaupmannahafnar í starfsnám á vegum SOSU H í gegnum Erasmus+.
FÁ er í samvinnu við skóla í Kaupmannahöfn sem heitir SOSU H um nemendaskipti í sjúkraliðanámi. Níu kennarar þaðan koma í heimsókn og munu m.a. hitta kennara Heilbrigðiskólans.
Inga Maggý, Dóra, Hlynur og Finnbjörn fara til Ängelholm í Svíþjóð í „job shadowing“ ferð til að heimsækja sérskóla og kynna sér starf þeirra.
Þrír kennara FÁ fara á fund á vegum verkefnisins „We Shape the Future“ sem verður haldinn í Verona á Ítalíu.
20. ágúst:
Þrír skólastjórar frá Ängelholm í Svíþjóð, þær Maria Karin Magnusson, Rebecca L Lundström og Maria Aspegren komu í heimsókn og kynntu sér starfsemi sérdeildarinnar. Þær hafa lýst yfir áhuga á frekara samstarfi og er það í undirbúningi.
12. og 13. september:
Frederic Smit og Fabrizio Fabiano, sem kenna ensku og stærðfræði, komu í heimsókn í Job Shadowing ferð. Þeir eru frá Huy í Belgíu.
17. og 19. september:
Katell Perrot og Colette Masson-Gauthier, kennarar í ensku, landafræði og jarðfræði, komu ásamt 18 nemendum frá Fougères, Frakklandi. Þau fengu að heimsækja kennslustundir, fræðast um FÁ og um náttúru Íslands.
4. –11. október:
Edda Ýr og Þórunn fóru til Coimbra í Portúgal ásamt fimm sjúkraliðanemum vegna verkefnisins: Comparing Differences in Healthcare in Europe. Nöfn þeirra nema sem fara eru: Bríet Elfarsdóttir, Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, Elín Rós Pétursdóttir, Harpa Egilsdóttir og María Hólmfríður Fons Eiríksdóttir.
15. október:
Helena Udd, Sofia Winberg og Nikolina Roos Benjaminsson koma í heimsókn. Þær eru frá Uddevalla Vuxenutbildning og vilja fræðast um hvernig við í FÁ erum að veita nemendum sértækan stuðning og vilja líka gjarna deila reynslu sinni með okkur.
16. –22. október:
Edda Lára og Kristrún B. fóru til Trutnov í Tékklandi í ‚job shadowing‘ ferð að heimsækja heilbrigðisskóla og fylgjast með starfinu þeirra.
2. – 9. nóvember:
Andri, Guðbjörg og Tinna fara með fimm nemendur á fund til Tegueste vegna verkefnisins: A Green Day. Það eru þau: Bríet Saga Kjartansdóttir, Dana Zaher El Deen K. Al Henaw, Daníel Þór Fjeldsted Einarsson, Róbert William Farley og Thelma Rut Þorvaldsdóttir sem eru þátttakendur í verkefninu fyrir hönd skólans.
2. nóvember – 6. desember:
Tveir sjúkraliðanemar frá Danmörku koma í vinnustaðanám á vegum Heilbrigðisskólans.
6.- 13. nóvember:
Skólaheimsókn. Ásdís og Þórhallur fara ásamt fimm nemendum fara til Lannion í Frakklandi. Þema verkefnisins er ‚second life‘ og eiga nemendur að koma með hlut með sér sem fær að öðlast nýtt líf. Nemendurnir sem fara eru: Birna Clara Ragnarsdóttir, Dísa María Eyþórs Erlendsdóttir, Emilía Ýr Heiðarsdóttir, Linda Ha og Malini Sakundet, þær eru allar á nýsköpunar- og listabraut.
11.- 15. nóvember:
Sara Castellanos og Alejandro koma í heimsókn frá Tenerife, skólinn þeirra heitir IES Cabrera Pinto. Þau vilja fá að kynnast skólanum okkar og heimsækja kennslustundir.
Framundan:
Það helsta framundan er að sótt var um Erasmus+ aðild (vottun) fyrir bóknámshluta skólans. Við fengum vottun fyrir starfsnámshlutann í fyrra. Vottun skóla er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Sjá nánar: https://www.erasmusplus.is/studningur-og-gogn/erasmus-adild/
Þessi dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytinga
21. – 27. janúar: Comparing Differences in Healthcare in Europe – Aðalheiður Dagmar og Þórunn fóru til Trutnov í Tékklandi ásamt fimm nemendum. Þetta var fyrsti fundur verkefnisins af þremur. Eins og nafnið gefur til kynna þá verða borin saman vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna á milli þeirra landa sem taka þátt en ásamt FÁ en það er skólar í Tékklandi og í Portúgal.
13. – 15. mars: Stjórnendur heilbrigðisskólans tóku á móti um tíu kennurum sem komu frá Stavanger í Noregi.
4. – 5. apríl: Petter Öhrling skólastjóri frá Gautaborg kemur ásamt aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, sérkennurum og námsráðgjöfum og skjólahjúkrunarfræðingi í heimsókn. Þetta eru samtals átta gestir sem koma til okkar Í FÁ í starfsheimsókn ( job shadowing ).
15. – 19. apríl: ALBERTO MUÑOZ JAIME kennir heilbrigðisfræði í IES Isabel de Castilla sem er í Ávila á Spáni. Hann kemur m.a. til að hitta kennara í FÁ og að kynna sér sér Heilbrigðisskólann.
15. – 19. apríl: A Green Day – þrír kennarar og fimm nemendur frá IES Tegueste á Tenerife koma í heimsókn á vegum verkefnisins til að kynna sér vinnu okkar við Grænfánann.
26.- 30. maí: Skólaheimsókn til Portúgals, flogið til Porto og gist í Braga í tvær nætur og aðrar tvær nætur í Porto.
júní: Þóra Kristín skoðar skóla í Stokkhólmi ásamt fleiri bókasafnsfræðingum.