EFNA3LR05 - Lífræn efnafræði

Undanfari : EFNA2AM05
Í boði : Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Lífræn efni eru kolvetni í grunninn. Það eru sem dæmi olíur, alkóhólar, sykrur, prótein, ketónar eins og aceton og aldehýð eins og formalín. Nemendur læra um flokka lífrænna efna og hvernig nafnakerfið fyrir þau virkar (IUPAC kerfið) en einnig um helstu eiginleika efnanna og algengustu efnahvörf lífrænna efna.

Kennslugögn: efni á moodle

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

40% lokapróf og 60% verkefnavinna