HEIM2IH05 - Heimspeki

Í boði : Haust, Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Áfanginn er inngangsáfangi á öðru þrepi, þar sem farið er í grunnhugtök og hugmyndafræði heimspekilegar hugsunar. Ýmsir áhrifamiklir heimspekihugsuðir eru kynntir til sögunnar, allt frá grískri fornaldarheimspeki til nútímans. Stór hluti er tileinkaður sókratískri samræðu, verkinu Gorgías eftir Platon, samræðu um mælskulistina, hvað skiptir máli í lífinu og hvernig ber að lifa vel. Hugsjónir Sókratesar eru síðan tengdar við verkefni og vanda nútímamannsins. Í áfanganum eru einnig farið í helstu siðfræðistefnur 20.aldarinnar og tilvistarspeki.

Námsgögn

Lesefni Gorgías eftir Platón- Útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag.

Greinar, glærur og myndbönd á kennsluvef áfangans.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

40% krossapróf og verkefni

60% lokapróf