UPPÆ1SR05 - Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár

Undanfari : Almennt tölvulæsi
Í boði : Haust, Vor
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um skráningu og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveislu þeirra gagna, þagnarskyldu um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræna sjúkraskrá. Farið í lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá. Upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin. Fjallað er um uppsetningu ritgerða, áreiðaleika heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu.

Efnisatriði: Uppsetning ritgerða. Um heimildaöflun, áreiðanleiki heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu. Skráning og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveisla þeirra gagna, þagnarskylda um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræn sjúkraskrá. Upplýsingaleit á netinu, gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leit í gagnagrunnum fyrir heilbrigðisvísindi og umfjöllun um nauðsyn fyrir slíka gagnagrunna. Mismunandi leiðir til framsetningu gagna í Excel og samþættingu gagna milli Word og Excel. Lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá.

Kennslugögn: Kennslugögn eru aðgengileg í Moodle.

Námsmat: Skilaverkefni: 100%. Skylt er að skila 100% verkefna til að ljúka áfanganum.