VÖFR2VÖ06 - Vöðvafræði

Í boði : Alltaf
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Farið er yfir heiti á beinum og beinagrindarvöðvum líkamans.

Upptök vöðva og festingar eru skoðaðar sérstaklega og út frá þeim og hvernig vöðvinn liggur yfir liðamót á nemandi að geta ályktað hvaða hreyfingar vöðvinn getur framkvæmt.

Áhersla er að þreifa vöðvana, nefna þá með nafni, lengja þá og stytta.

 

Kennslubókin er: Trail guide to the body – Andrew Biel. Books of Discovery

Kennari setur inn glærur á fyrirlestrarformi og gagnvirkar æfingar á moodle til að auðvelda nemendum að tileinka sér námsefnið.

Nemendur lesa kennslubókina og horfa á kennslumyndbönd sem fylgja bókinni um hvernig má þreifa, stytta og lengja vöðvana.

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Úr hverjum kafla eru hlutapróf á moodle, sem eru opin í a.m.k. 2 vikur.

Lokapróf er skriflegt og haldið í Fjölbraut við Ármúla. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn 4,5 í lokaprófi til að standast áfangann.

 

Athugið að þessi áfangi er 6 einingar.

Hægt er að taka áfangann í tvennu lagi. VÖFR2FH03 er fyrri hluti áfangans (3 einingar) og VÖFR2SH03 seinnihlutinn. Nemandi getur ekki skráð sig í seinni hlutann nema klára fyrst fyrri hlutann. Fyrri hlutinn; VÖFR2FH03 verður í boði á vorönn 2025.