Fréttir & tilkynningar

Upphaf haustannar 2025

11.08.2025
Stundatöflur og fyrsti kennsludagur Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU föstudaginn 15. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. ágúst. Móttaka nýnema Nýnemar verða boðnir velkomnir í skólann á nýnemadegi sem er mánudaginn 18. ágúst kl. 10:00 - 14:00 Fundur með eldri nýnemum verður í fyrirlestrasal mánudaginn 15. ágúst kl. 14:00.

BGreen kvikmyndahátíð í Portúgal

24.06.2025
Hópur nemenda frá FÁ skellti sér til Portúgal á dögunum til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni BGreen Festival sem var haldin í Santo Tirso, skammt frá Porto dagana 3. - 7. júní. Atli Sigurjónsson kvikmyndakennari og Þórhallur Halldórsson líffræðikennari fylgdu þeim Arngrími Búra, Helenu Freyju, Heorhii, Steini og Önu á hátíðina. BGreen er hátíð fyrir ungt fólk sem leggur áherslu á umhverfismálefni og felst í því að nemendur gera stutta spotta (30-45 sek) út frá ákveðnu þema sem hátíðin leggur fram – í þetta skiptið var þemað „Smart solutions, green future“. Hundruðir skóla um allan heim sentu inn myndir og rúmlega tuttugu voru valdar, þar á meðal mynd frá okkar nemum.

Sumarleyfi og upphaf haustannar

23.06.2025
Sumarleyfi og byrjun haustannar. Innritun nýnema og eldri nemenda í Fjölbrautaskólann við Ármúla er nú lokið. Fimmtudaginn 26. júní fara starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla í sumarleyfi. Þeir mæta svo aftur til starfa miðvikudaginn 6. ágúst.

Sjúkraliðanemar tóku á móti nemum frá Portúgal og Tékklandi

20.06.2025
Dagana 30. mars til 5. apríl sl. komu í heimsókn til okkar í Fjölbraut við Ármúla, sjúkraliðanemendur frá Tékklandi og Portúgal. Var heimsóknin þriðji og jafnframt síðasti fundur ERASMUS + verkefnis sem þessir þrír skólar hafa starfað saman að síðan undirbúningur hófst haustið 2023. Áður höfðu nemendur og kennarar frá FÁ heimsótt Trutnov í Tékklandi í janúar 2024 og svo Coimbra í Portúgal í október 2024.