Fréttir & tilkynningar

Draumur um jökul

06.10.2025
Nemendur úr FÁ og MS fóru í síðustu viku á Sólheimajökul ásamt leiðsögumanni frá Asgard Beyond. Ferðin var hluti af verkefninu Draumur um jökul, sem er samstarfsverkefni skólanna og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, tileinkað alþjóðlegu ári jökla.

Fyrirlestur og verkleg kennsla frá Fríðuhúsi

03.10.2025
Nemendur í Hjúkrun aldraða (HJÚK3ÖH05) hjá Eddu Ýri fengu góða heimsókn í tíma í gær. Þá kom hún Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir hjúkrunafræðingur frá Fríðuhúsi. Fríðuhús er dagþjálfun rekin af Alzheimersamtökunum. Hún var með fyrirlestur og verklega kennslu í umönnun fólks með heilabilun. Virkilega áhugavert erindi og gagnlegt. Takk fyrir komuna Halldóra!

Stuð á skautum

01.10.2025
Það var stuð í Skautahöllinni í gær þegar nemendur FÁ skelltu sér á skauta í tilefni af íþróttaviku Evrópu og forvarnardeginum. Hér má sjá skemmtilegar myndir af skautaferðinni.

Evrópski tungumáladagurinn

26.09.2025
Evrópski tungumáladagurinn er haldinn í tuttugasta og fimmta sinn í dag, 26. september. Þemað í ár er „Languages open hearts and minds!“. Við hér í FÁ héldum upp á daginn í gær. Við skreyttum skólann með fánum og veggspjöldum um tungumál Evrópu. Spiluð voru lög á ýmsum tungumálum í frímínútum og svo var tússtafla á Steypunni þar sem að nemendur og starfsfólk áttu að skrifa “til hamingju með afmælið” á sem flestum tungumálum. Virkilega skemmtilegur dagur.