Brautskráning vorið 2020

Í dag útskrifaðist 131 nemandi, þar af 12 af tveimur brautum, frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Vegna aðstæðna í samfélaginu var útskrifað í tveimur hlutum; af heilbrigðisgreinum, Lista- og nýsköpunardeild og viðbótarnámi til stúdentprófs fyrripart dags, og bóknámsgreinum seinnipartinn. 73 nemendur útskrifuðust af bóknámsbrautum, 35 af heilbrigðisbrautum, 23 úr viðbótarnámi til stúdentsprófs og 3 af Lista- og nýsköpunarbraut.

Salóme Pálsdóttir, nýstúdent af Íþrótta- og heilbrigðisbraut, varð þetta vorið dúx skólans á stúdentsprófi. Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í verknámi tanntækna fengu þær Arna Katrín Kristinsdóttir og Ruth Rúnarsdóttir, og Eva Dögg Halldórsdóttir fyrir framúrskarandi árangur á Nýsköpunar- og listabraut. Íris Sævarsdóttir og Guðrún Telma Þorkelsdóttir fluttu falleg kveðjuávörp fyrir hönd útskriftarhópanna. Tveir starfsmenn skólans voru kvaddir eftir farsælt starf; Ingibjörg B. Haraldsdóttir, sérnámskennari, og Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri sjúkraliðabrautar.

Magnús Ingvason, skólameistari, og Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp; Alex Ford og Guðmundur Elí Jóhannsson fluttu tónlistaratriði og Lilja Dögg, tónlistarkennari skólans, leiddi samsöng í lok athafna.

Til hamingju útskriftarnemar!

99272313_2828799523884910_2789646709758623744_o 99423564_2828801617218034_2398482593340194816_o

99436381_2828801747218021_7961315069659185152_o

99436328_2829078467190349_5107303082354540544_o