Fyrirlestur Þorsteins og Sólborgar

Í hádeginu í dag fengu nemendur FÁ frábæran fyrirlestur frá Sólborgu Guðbrandsdóttur og Þorsteini V. Einarssyni.
Sólborg heldur úti instagramreikningnum Fávitar og Þorsteinn heldur úti instagramreikningnum Karlmennskan.
Þau töluðu við nemendur um heilbrigð samskipti, mörk, muninn á jákvæðri og skaðlegri karlmennsku ofl. Markmiðið var að stuðla að uppbyggilegra jafnréttissamfélagi með því að hrista upp í viðteknum samfélagslegum normum og hugmyndum.
Vel var mætt á fyrirlesturinn og komu nemendur með áhugaverðar spurningar í lokin.
Við þökkum þeim Sólborgu og Þorsteini kærlega fyrir komuna.