Gíganördar FÁ sameinist!

Þrír eitilharðir gíganördar í FÁ ætla að stofna tölvuleikjaklúbb í skólanum og vilja að allir nördar og ekki-nördar safnist um þetta ágæta mál sem tölvuleikir eru. Nafn klúbbsins er GígaNörd og hægt er að skrá sig í klúbbinn með því að senda nafn sitt á netfangið giganord@fa.is.

Til stendur að halda gíga FIFA-mót í vikunni og verða vegleg verðlaun í boði, líklega gullskór. Nú er bara að reima á sig sýndarveruleikaskóna og skella á sig legghlífunum!