Heimsókn til Frakklands

Um síðustu helgi fór hópur nemenda og kennara úr FÁ í heimsókn til Dijon í Frakklandi, alls 15 nemendur og 4 kennarar. Þau eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni sem ber yfirskriftina “Global Awareness in Action” og er verið að vinna með það að við séum meðvituð um sjálfan okkur og hvernig okkur líður, að við séum meðvituð um aðra og um umhverfi okkar til framtíðar. 

Þau verða úti í Frakklandi í 10 daga og munu vinna alskyns verkefni með frökkunum ásamt því að skoða áhugaverða staði í Dijon.

Hér sjáum við nokkrar myndir úr ferðinni.