- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Í þessari viku verður haldin íþrótta- og forvarnarvika í FÁ en þá er einnig Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin formlega dagana 23. – 30. september.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Evrópubúar geta sameinast undir slagorðinu #BeActive.
FÁ vill hvetja alla nemendur til að vera virkir í hreyfingu þessa viku sem og allar aðrar vikur á lífsleiðinni, en það er undir okkur sjálfum komið að gæta að heilsunni. Við hér í FÁ höfum tröllatrú á því að hreyfingin bæti, hressi og kæti.
Hér er dagskrá íþrótta- og forvarnarviku FÁ, 23. - 27. september:
Mánudagur 23. september
• Instagramleikur í boði Nemó – fylgist með á @stjorn_nffa
• Hoppukastalar í frímínútum kl. 10.20 – 10.40
Þriðjudagur 24. September
• Boðið verður upp á ávexti í 10.20 frímínútunum.
• Bryndís Lóa skólasálfræðingur heldur fyrirlesturinn „Áföll og mýtur“ kl. 12.30 í fyrirlestrarsalnum. Allir velkomnir en skylda fyrir nýnema.
Miðvikudagur 25. september
• Skautaferð í Skautahöllina Laugardal - 11.30 - 12.30. Skráning hefst á mánudag og lýkur á þriðjudag til kl. 15.00. Nemó gefur samlokur og drykki.
Fimmtudagur 26. september
• Bekkpressukeppni á Steypunni í hádeginu.
Föstudagur 27. september
• Treyjudagur - nemendur hvattir til að mæta í iþróttatreyjum.
• Keppni milli nemenda og kennara í matsalnum í hádeginu.
• Úrslit í instagram keppninni – verðlaun veitt eftir keppnina.
Við hvetjum öll til að taka þátt í þessari stórglæsilegu dagskrá