Opið hús í FÁ fimmtudaginn 23. mars

Opið hús verður í Fjölbrautaskólanum við Ármúla fimmtudaginn 23.mars kl. 16.30 - 18.00.

Kynning verður á námsbrautum, aðstöðu og félagslífi skólans.

Við hvetjum nemendur í 9. og 10. bekk og forráðamenn þeirra til að koma og kynna sér það fjölbreytta nám sem er í boði.

Búið er að stofna viðburð á facebook og hvetjum við fólk til að skrá sig þar til að fylgjast með upplýsingum um opna húsið.