Upphaf vorannar 2026

Gleðilegt ár kæru nemendur og forráðamenn.

Nú fer ný önn að hefjast og hér koma helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga:

Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn í Innu. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflum 6. janúar.

Töflubreytingar fara fram 2. - 5. janúar og fara þær fram á Innu. Leiðbeiningar hafa verið sendar í tölvupósti. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 22. janúar.

Allar upplýsingar um bókalista og námið má finna á heimasíðu skólans, www.fa.is. Bókalista hvers áfanga má svo sjá í Innu.

Skráning í Fjarnám FÁ á vorönn er hafin og hefst önnin 27. janúar. Allar nánari upplýsingar á sjá á heimasíðu fjarnáms FÁ.

Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er gott að glöggva sig á öllum helstu dagsetningum á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið.

Hér eru einnig helstu upplýsingar um annarbyrjun sem gott er að kíkja á.

Svo hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram.

Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna - fa@fa.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á nýju skólaári :)