AÐST1FA02 - Aðstoð á sérnámsbraut

Í boði : Alltaf
Flokkur : Dagskóli

Lýsing

AST valáfanginn felur í sér aðstoð á breiðum grundvelli við nemendur á sérnámsbraut eða aðra nemendur sem þurfa á sérstakri aðstoð samnemenda að halda í tengslum við starfið í skólanum.
Aðstoðin getur til dæmis falist í:

  • tengslum við aðra í kaffitíma, matartíma eða í námshléum (götum)
  • að fylgjast með og fara á sérstaka viðburði utan við hefðbundinn skólatíma
  • að fara á milli staða innan skólans
  • að aðstoða nemanda í sérstökum námsgreinum


Nemendur sem velja þennan áfanga eiga kost á að vinna sér inn 1-3 einingar á önn og fer fjöldi eininga eftir þeim tíma sem varið er í verkefnið í samráði við umsjónarkennara eða námsráðgjafa. Æskilegt er að nemandi sem velur AST áfangann sé orðinn 18 ára en þó getur orðið um undantekningu að ræða í ákveðnum tilvikum.